Andvari - 01.01.1900, Side 169
16?
Aldur og proski skóganna er harla mismunandi;
meginhluti þeirra er ungur, 20—40 ára. Elztur er nokk-
ur hluti skógarins á Þórðarstöðum. Þar eru trén 60—
80 ára, og eru hin elztu komin á fallanda fót. Vöxtur
trjánna er og mismunandi. Fjöldi þeirra er 5—8 álnir
að hæð. Hin hæstu tré, sem eg rnældi, voru í
Vaglaskógi 12 álnir að hæð
Holtsskógi ii,j —
Lundsskógi 11 — — —
Þórðarstaðaskógi 13 — 4 þuml. — —
Stærsta hríslan er í Þórðarstaðarskógi; hún er sem
sagt 13 álnir og 4 þuml., en þvermál hennar við rótina
er 12 þuml. Tuttugu þumi. fyrir ofan jörðu greinist
hún i tvo aðalboli, og er þvermál hvers þeirra 8 og 9
þuml. Ut úr aðalbolnum gengur fjöldi greina. Tréð
stendur nokkuð sérstakt, svo að lim þess hefir náð að
breiða sig út, og er ummál þess 25 álnir.
Stefán kennari Steíánsson á Möðruvöllum hefir sagt
inér, að árið 1888 hafi króna trésins verið 29 fet að
þvermáli (nú 17 fet), en þá voru aðajbolgreinarnar þrjár,
en nú er hin stærsta þeirra brotin af.
Hrisla þessi mun vera 80 ára gömul og hefir hún
því lengst að meðaltali á ári um tæpa 4 þuml. Skamt
fyrir ofan hríslu þessa vaxa 4 bolir upp af sama stofni.
Hæð hvers þeirra er 11 álnir, en þvermál við rót 8, 7,
6 og 5 þumlungar.
Til þess að komast að raun um, hve trén eru lengi
að vaxa, og til þess að vita um þroska þeirra á ýmsum
aldri, hefi eg orðið að fella og rannsaka allmörg tré.
Tréð er sagað af fast niður við rótina og árhringarnir
taldir þar; þá er tréð aftur sagað sundur x/a meter frá
rótinni, og svo við hvern meter upp í gegn; á hverjum
kubb eru árhringarnir taldir. Eftir þessu er samin skýrsla
sú, er hér fylgir:
11*