Andvari - 01.01.1900, Page 173
167
iooo millimetrar, 5 metrar er 8 álnir, 21 centimeter er
8 þumlungar. 1 hektar er rúmar 3 vallardagsláttur. 1
vallardagslátta er 3182 □ metrar.
Af skýrslunni er hægt að sjá, hve lengi trén hafa
verið að vaxa vissa lengd, á ýmsum aldri, hve mikið tré-
efni getur myndast árlega á vissu svæði. Af þessu er
hægt að draga þýðingarmiklar ályktanir viðvíkjandi því,
hvort skógarrækt geti borgað sig á Islandi. Það er að
segja, ef slíkar rannsóknir væru gjörðar á fieiri stöðum,
svo nokkurn veginn áreiðanlegt meðaltal fengist, enda
liefði það og mikla þýðingu að vita, hvar skógarnir þrosk-
ast mest hér á landi.
Svo sem skýrslan ber með sér, hefi eg rannsakað á
þennan hátt 57 tré. Er þeim skift í tvo flokka eftir aldri
og þroska.
I fyrsta flokki eru 29 tré, hæð þeirra að meðaltalier
7 álnir 6 þuml. en þvermál við rótina 3,5 þuml., en
aldur 42,2 ár og hafa því trén lengst að meðaltali á ári
4*/2 þuml.
Lengdarvöxturinn er nokkuð mismunandi eftir þvi,
á hverjum aldri trén eru. A þessum trjám heíir liann
verið svo:
Aldur trjánna ár Hæð álnirlþuml. Lengdarvöxtur að ineðalt. á ári í þuml.
8 » 19 2 3/s
17 2 9 479
25 4 » *78
33 5 14 47s
42 7 4 47»
Lengdarvöxturinn sýnist að vera nokkuð jafn frá
því tréð er 10 ára fram til 60—70 ára aldurs, en úr þvi
fer hann að mínka. A einu af hinunr elztu trjám, sem
eg rannsakaði, hefir hann verið svo: