Andvari - 01.01.1900, Side 175
169
því að deila teningsmáli trésins með aldrinum fæst út,
hvað tréð hefir vaxið að meðaltali á ári.
I skýrslunum er hægt að sjá, að því yngra sem tréð
er, þess minni er ársvöxturinn. Af þessu sést ljóslega,
live mikill skaði það er að höggva ungan skóg. Annars
er ársvöxturinn nokkuð mismunandi, eftir því hver vaxt-
arskilyrði tréð hefir.
Sé það athugað, hve mikið trémagn að teningsmáli
sé á vissu svæði, þarf maður að vita hve mörg tré af
vissri stærð geti vaxið á svæðinu.
Þar sem skógarnir vaxa þétt í Fnjóskadal og engin
rjóður eru i þá, geta 7500 tré vaxið á 1 hektar (2400
tré á vallardagsláttu) af sömu stærð og í 1 flokki; enn
15000 á 1 hektar af sömu stærð og í 2. flokki. Eftir
þessu er því trémagnið að teningsmáli á 1 hektar 71,845
teningsmetrar á svæði þvi, sem er vaxið skógi álíka stór-
um og í i.flokki, en 20,71 teningsmetrar af skógi, sem er
álíka stór og í 2. flokki.
Ársvöxturinn verður eftir því sem trén í fyrsta flokki
hafa vaxið (að meðaltali) á hektar 1,44 teningsmetrar, en
i öðrum flokki 0,95 teningsmetrar á hektar.
Þvi miður hefi eg eigi að þessu sinni neinar skýrsi-
ur um það, hve ársvöxturinn sé mikill í bækiskógum1 2) er-
iendis, sem þó væri mjög fróðlegt til samanburðar.
Þess má aö eins geta, að nefnd8) 2 manna, semvar
skipuð i Noregi 1879 til Þess að athuga skógrækt
Norðmanna, álítur að hinn árlegi vöxtur í skógunum i
1) Að því mér er frekast kummgt hafa eigi samskon-
ar rannsóknir verið gjörðar í bækiskógum í Noregi. For-
stöðumaður skógskólans á Stenkjær liefir skrifað mér, að
hann ætlaði að láta framkvæma þær síðastliðið sumar, en
annríkis vegna gat hann eigi komið því í verk.
2) M. A. E. Saxlund, Norsk Skovlexikon bls. 140.