Andvari - 01.01.1900, Page 177
1?I
Það er nndravert, hve rííikið gróðrarmagn er í gnl-
viðinum á Sörlastöðum, þegar þess er gætt, hverri með-
ferð hann verður að sæta. Þegar eg skoðaði hann sið-
astliðið sumar i lok júlímánaðar, voru greinarnar, sem
vaxið höfðu um sumarið, frá 12—20 þuml. Það mætti
ætla, að víðir þessi gæti orðið allstórvaxinn, ef harírí
fengi að vaxa í friði, en því láni á hann eigi að fagna.
A hverjum vetri eru þeir angar, sem hafa vaxið um sum-
arið, bitnir af, þvi að bæði sauðfé og geitum er beitt á
viðinn', þegar hann er eigi undir snjó. Verst fara þó
geiturnar með hann, því að þær eta leggina langt
niður eftir. Bæði beitin og snjóþyngslin valda þvi, að
viðirinn verður mjög kræklóttur, og nær eigi þeim þroska,
sem hann annars myndi ná, ef hann væri látinn
vaxa i friði.
Eg hygg, að víðirinn æxlist litið eitt af fræi, en
æxlun hans er nokkuð einkennileg. Neðri hluti bolsins
er sveigbeygður og liggur meira og minna með jörðuog
skýtur rótum, er síðar greinast um jarðveginn. Viö
blaðfallið á hverju ári myndast smátt og smátt
nokkur jarðvegur á milli viðirunnanna, svo jarðlægu hol-
hlutarnir hyljast moldu. Þannig getur ein hrísla með ára-
fjöldanum fært sig alllangt úr stað, því hinar upprunalegu
rætur rotna burt, þegar stofninn er farinn að skjóta ný-
um rótum. Einnig geta nýar hríslur sprottið upp af
rótunum.
Um reyni.
Eg heii áður sagt, að fyr á öldum muni reynir hafa
vaxið i Fnjóskadal. Nú vaxa hér engin reynitré (vilt),
að eins á tveimur stöðum eru noklutr rótarskot, hér um
bil 1 alin á hæð, sem hafa vaxið upp af gömlum reyni-
viðarstofnum. Þetta er neðantil í dalsmynninu fyrir ut-
an og ofan Borgargerði, þar í klettunum. Það er sögn