Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 180
174
Þessar girðingar kosta því að meðaltali 75 aura
á faðm, en til þess að vera viss um að gjöra eigi
girðingarkostnaðinn of lítinn, ætla eg að reikna hánn 80
aura á faðm.
Til skýringar þvi, sem nú hefir verið sagt, kemur
hér skýrsla, er sýnir kostnaðinn við girðingar og gróður-
setning á mismunandi stórum svæðum. Er gert ráð fyr-
ir þvi, að svæðið sé jafnt á allar hliðar.
Stærö avæðisins: vallard.sl. Lengd girðinganna Kostnaðnr á vallardagsláttu
alls faðmar ávallard.sl faðmar girðing krónur gróðurs. krónur samtals krónur
1 120 120 96,00 40,00 136,00
10 380 38 30,40 40,00 70,40
20 536 27 21,60 40,00 61,60
50 852 17 13,60 40,00 53,60
100 1200 12 9,60 40,00 49,60
200 1700 8>6 6,80 40,00 46,80
Hvort það svarar kostnaði að rækta skóg, er und-
ir því komið, hve fé það, sem maður þarf að leggja
i kostnað, gefur háar rentur. Erlendis er það talið,
að skógur sé einhver hin vissasta eign, og það svari
kostnaði að rækta hann, þó eigi fáist meira en 3 °/o i
rentu og renturentu af fé því sem þarf til ræktunar
og viðhalds skóginum. Annars verður að taka margt
fieira til greina en hinar beinu afurðir skógarins, t. d.
álirif skóganna á loftslagið, jarðvegsmyndunina o. fl.
Eftirfarandi skýrsla sýnir, hve þær upphæðir,
sem taldar eru í næstu skýrslu á undan, sem kostn-
aður við girðing og gróðursetning á einni vallardag-
sláttu, séu orðnar háar eftir 42 ár með 3°/o og 4°/o
rentu og renturentu: