Andvari - 01.01.1900, Side 183
177
eru nokkuð skiftar skoðanir manna um það, hvort það
eigi að vera akvegir eða reiðvegir — en það skal eg nú
minnast á síðar í fyrirlestri rnínum. Það má því óhætt
segja, að vegagerð eða vegabætur séu talsvert d dagskrá
hér nú sem stendur, og því hafði eg hugsað mér að tala
fáein orð um vegi, dálítið um sögu þeirra og tilgang.
Aður en eg byrja á því að tala um vegi í þrengri
merkingu, vil eg minnast fáurn orðum á vegi í víðari
merkingu; það mætti nefna þá samgönguvegi — þar und-
ir heyra almennir vegir, járnbrautir, skipgeng síki og
skipgeng fljót; þessi 3 samgöngufæri, sem eg síðast
nefndi, eru notuð talsvert í útlöndum, en það verður lik-
lega nokkuð langt að bíða þangað til nokkuð slíkt kemst
á hér á landi. Það má segja, að tilgangur allra þessara
samgönguvega eða samgöngufæra sé sá, að gera mönn-
um hægra fyrir að flytja þunga hluti eða þungavöru frá
einum stað til annars; fljótlega álitið virðast því vegirnir
koma kaupmönnum og bændum að mestum notum,
nefnilega þeim, sem framleiða vöruna og selja hana, en
það gefur þó að skilja, að þeir geta ekki einir haft hagn-
aðinn, heldur njóta líka aðrir góðs af —- að meira eða
minna leyti — við það, að afurðirnar eða vörurnar verða
ódýrari, þegar flutningurinn verður ódýrari. Vegirnir (í
víðari merkingu) gjöra mönn.um því hægra fyrir með að
ná sér í nauðsynjavörur og annað, sem þarf til lifsins, og
hjálpa þannig til þess að efla líkamlega og andlega vel-
liðan mannanna. Þeir liafa einnig áhrif á framfarir
mannanna í mentunarlegu tilliti, efla andlegt líf og and-
legan þroska, bæði með því að efla hina líkamlegu vel-
liðan mannanna — því það þarf vissa tiltekna velliðan
til þess að menn yíir höfuð að tala gefi sig við andleg-
legum störfum — og einnig á þann hátt, að menn eiga
hægra með að finnast, talast við, fræðast hvor af öðrum,
12