Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 184
láta hugsanir sínar í Ijósi hver við annan og afia sér
þekkingar, þegar umferðin vex við hetri samgöngufæri.
Það má skifta samgönguvegunum, sem eg nefndi,
i tvent, nfl. í vatnavegi, þ. e. skipgeng fljót og skipasíki,
og í landvegi, þ. e. járnbrautir og vanalega vegir. Að
því er snertir vatnavegina, þá ska] eg ekki fara fleirunr
orðum um þá; það verður líklega ekki fyrir það fyrsta
grafið neitt skipasíki hér á landi, né heldur nokkurt
fljót gjört skipgengt; það væri þá helzt Lagarfljót, sem
gæti kornið til tals. Hvað járnbrautirnar snertir, þá eru
þær náttúrlega fullkomnustu vegirnir, og það er óefað,
að þær hafa stuðlað mikið að framförum mannfélagsins;
þjóðunum liefir fleygt áfram, siðan járnbrautirnar komust
á; en þær eru dýrar, og okkur Islendingum er líklega
ofvaxið fyrst unr sinn — upp á okkar eigin spýtur, að
minsta kosti — að koma þeim á hér; það kom til tals
á þingi fyrir nokkrum árum, að leggja járnbraut héðan
austur í sýslur, járnbrautarmálið, stóra málið, eða hvað
það var nú kallað; en það varð ekkert úr því; það hjaðn-
aði niður eftir stuttan tírna. Því var þá haldið frarn af
nokkrum mönnum og sérstaklega i tímaritinu »Eimreið-
in«, minnir mig, að hér á landi myndi heppilegra að
byrja að leggja járnbrautir, en ekki vegi - akvegi —,
þvi að járnbrautir, mjósporaðar og léttar, myndu ekki
verða dýrari en vegir, og þessir menn báru fyrir sig ein-
hverja norska ingenieura; en það var alt bygt á misskiln-
ingi og þekkingarskorti, og skal eg minnast á það nánar
seinna í fyrirlestri mínum.
Eg skal þá snúa mér að aðalefninu, að almennum
vegum, vegum í þrengri merkingunni. Vilji rnaður rekja
sögu veganna, verður maður að ganga langt aftur í tim-
ann, því að mannkynið hefir snemma hlotið að finna til
nauðsynarinnar á vegum.
Menn hafa sögur af því, að í fornöld hafa vegir