Andvari - 01.01.1900, Side 185
179
verið lagðir, jafnvel góðir og kostnaðarsamir, sumir
liverjir; það hafa þó helzt verið stórar hernaðarþjóðir,
sem hafa fengist við vegagerð. Þannig fara sögur af
því, 'að Semíramis Assýradrotning og Persakonungarnir
Cýrus og Xerxes hafi bygt mikla og kostnaðarsama vegi.
Herodot, hinn frægi griski sagnaritari, lýsir einum vegi
milli Susa og Sardes (aðsetursstaða persnesku konung-
anna), sem á að hafa verið um ioo mílur á lengd. —
Hjá Gyðingum hefir einnig vegagerð átt sér stað; það
fara þannig sögur af þvi, að Salomon hafi bætt vegina í
kringum Jerúsalem, og hafi auk þess lagt mikið af ný-
Um vegum í ríki sinu. Hjá Forngrikkjum virðist lítið
liafa verið um vegagerð, enda hafa menn síður fundið
þörfina á vegum þar, sem landið er svo vogskorið.
Þar á móti hafa Rómverjar lagt mikið af stórkostlegum
vegum, og miklar brýr og sterkar yfir fljótin; sjást menj-
ar af þeim enn sumurn, t. d. via Appia — appiski veg-
urinn — sem mun vera elzti vegur Rómverja; iiann var
lagður um 300 árum f. Krists-burð frá llómaborg og til
Brindísi, og hann var brúlagður með stóreflis sexköntuð-
um hraunsteinum, og var ca. 12 ál. á breidd; beggja
vegna við hann voru reist hin skrautlegustu minningar-
mörk, sem standa mörg óhögguð enn þann dag í dag.
Eftir fall hins rómverska ríkis lmignaði allri vega-
gerð, og á miðöldunum hugsuðu menn harla lítið um
vegina, svo að þeir liafa eyðilagst flestir — því að allir
vegir þurfa viðhald, ef þeir eiga ekki að eyðileggjast —.
Það var fyrst á 17. og 18. öld að menn fóru verulega
að hugsa um reglulega lagða vegi, en það gekk nú fyrst
framan af hálf-skrykkjótt, á meðan menn vantaði reynslu
íýrir því sem bezt væri og hentugast. Reyndar höfðu
’nenn hina ágætu gömlu Rómverja-vegi sér til fyrir-
niyndar, en það varð helzt til dýrt að fara eftir þeim,
12*