Andvari - 01.01.1900, Page 186
i8o
■og þá fóru menn að gera breytingar af peningalegum á-
stæðum, og þær breytingar urðu ekki ávalt sem heppi-
legastar. Það voru einkum Frakkland og Austurríki,
sem gengu á undan öðrum þjóðum í vegagerð, og sér-
staklega er það Frakkland, sem fyrst kemst á rétta leið
i því efni, og það land liefir haft mest og bezt áhrif á
vegagerðir annara landa, ekki að eins með sinni góðu
fvrirmynd, heldur og með þeirri aðstoð, er franskir in-
genieurar hafa veitt út i frá sér. Þannig voru, seint á 18.
öld, 3 franskir ingeníeurar fengnir til þess að standa
fyrir vegagerðunum í Danmörku; þeir voru þar svo
nokkur ár og kendu nokkrum dönskum herforingjum,
svo að þeir væru færir um að taka við vegastjórninni á
eftir. Nú eru fyrir löngu allir aðalvegirnir lagðir í Dan-
mörku; þeim er að eins haldið vel við, þeim vegum,
sem þegar eru lagðir; annars eru það bara einhverjir
smávegakaflar, sem standa i sambandi við nýar járn-
brautarlagningar eða eitthvað þvi um líkt — og svo nátt-
úrlega vega- og götulagningar í bæum. —
1 Noregi — þaðan sem við Islendingar höfum alla eða
nrestalla okkar vizku, iivað vegagerðir snertir, voru vegirnir
mjög slæmir fyrst framan af, alt fram að seinni hluta át-
jándu aldar; umferðin var því þá mest um veturna á sleðum,
og var víða mjög hættulegt að fara; þannig var það sum-
staðar svo, að menn urðu að hala sleðana niður há þver-
hnípt björg í köðlum til þess að geta komist áleiðis.
Til dæmis má taka frásögu um það, þegar Kristján 5.
Danakonungur heimsótti Noreg árið 1685; þá var svo
lítið um vagnvegi í Noregi, að konungur varð að fara
mestalt af leið sinni ríðandi; í ferðasögunni, sem um þá
ferð er rituð, er lýst einum vegarkafla — svo nefndum
»Vorstíg«, sem liggur á milli Kongsvold og Drivstuen.—
Það er vegurinn niður af Dofrafjöllum að austanverðu,
niður með ánni Driva; nú er þar bezti akvegur; eg vildi