Andvari - 01.01.1900, Page 187
i8i
gjarna lesa upp Jiessa nokkuð einkennilegu lýsingu; þar
segir svo:
»Því næst verður fyrir manni eitt hræðilegt, mjög
svo hátt og bratt fjall; þar verður maður að ríða upp
fjallsblíðina, ’nafandi á aðra hönd þetta hræðilega fjall og
á hina höndina ekkert annað en þverhnípt hengiflugið —
það er eins og maður sjái niður í neðstu djúp jarðarinn-
ar —, og er þessi vegur, sem þannig er höggvinn inn í
fjallshlíðina, svo mjór, að varla getur einn hestur komist
fram lijá öðrum hættulaust, svo að ef hesturinn skyldi
með mann detta og út fyrir þenna mjóa veg, sem hæg-
lega af óvarfærni skeð gæti, þá væri engin mannleg
hjálp hugsanleg né möguleg, þvi alls ekkert hald er eða
stallur eða annað því líkt, er maður gæti stöðvast við,
og yrði maður því óhjákvæmilega í fljótinu fyrir neðan
að drukna. Þegar maður nú er kominn upp þessa
brekku, verður að fara á sama hátt niður aftur, og svo
koll af kolli, í sífellu það sama upp aftur og aftur, minst
i >/2 milu vegar, og tók nær því sex tíma fyrir okkur að
komast þetta. Sumstaðar er svo bratt að riða, að hest-
urinn verður aö setjast niður á endann og renna sér
niður á þann hátt, og þegar maður fer upp i móti aftur,
verður reiðmaðurinn að fara að baki, svo hesturinn geti
komist áfram; en jafnvel þó öll fylgdin }-rði margoft að
fara af baki, og yrði að reyna til að komast áfram fót-
gangandi, hvað oft gat verið nógu erfitt, þá sat þó hans
hátign ávalt á hesti sínum allan þenna vonda og hættu-
lega veg, og skeytti hvorki um' hengiflug né annað,- en
reið rólega áfram, eins og á sléttum vegi væri«. Þessi
lýsing bendir á það, að vegurinn hafi ekki alsstaðar
verið sériega góður; það er eitthvað islenzkulegt við
þennan veg; það er liklega nokkuð svipað því, sem að
fara fyrir Búlandshöfða á Snæfellsnesi eða aðra lífs-háska-
vegi hér á landi; en sá er munurinn, að slíkir vegir_