Andvari - 01.01.1900, Side 188
þektust að eins íyrir 200 árum í Noregi, en hér þekkjast
slíkir vegir enu. Það hefir líka þá — eins og nú á Is-
iandi — þótt gott í snjóþungum héruðum eða á heiðum,
að aðrir væru búnir að troða veginn á undan manni;
það er til dæmis á einum stað skýrt frá því, að þegar
mikið snjófall hafi orðið, hafi ferðamaður, sem liafi þurft
að flýta sér, orðið að reka á undan sér 20 lausa hesta,
svo að þeir træðu veginn niður hæfilega til þess, að
maðurinn gæti komist áfram á eftir. Nú þar á móti er
varla nokkur sú sveit til i Noregi, að ekki sé snjóplógur
látinn ganga þar um vegina, undir eins og nokkuð hefir
snjóað að ráði, svo að þeir verði vel færir yfirferðar.
Snjóplógarnir eru svipaðir þeim, sem hér er notaður í
bænum.
Það var fyrst seinast á átjándu öld, að alvarlega var
tekið til við vegina í Noregi; gömlu vegirnir voru um-
bættir og lagaðir og gerðir færir fyrir vagna, og svo var
lagt talsvert af nýum vegum, akvegum; en áður höfðu
menn haft sömu skoðun þar, eins og margir hér á landi
hafa nú, að menn ættu fremur að hugsa um það, að fá
góða reiðvegi hcldur en akvegi; Islendingar hafa því
sama hugsunarhátt — hvað akbrautir snertir — eins og
Norðmenn höfðu fyrir ca. 100—200 árum. Þessum
vegagerðum í Noregi var haldið áfram þangað til um
1820; þá varð hlé á, og tiltölulega litiö gert að vegagerð
frá 1820 til 1850. En árið 1851 varð breyting á, ný
vegalög voru þá samþykt fyrir Noreg, og þá komst veit-
ingavaldið — til vegagerða — í hendur stórþingsins, þar
sem það áður var í höndum konungs. Frá þeim tíma
og alt fram á þennan dag hefir árlega verið varið miklu
fé til vegagerða (nú seinustu árin um 1 ‘/2 miljón kr.
árl.); bæði hafa verið lagðir kcstnaðarsamir, ágætir nýir
vegir og göinlu vegirnir endurbættir, sem að vísu voru
allgóðir fyrir sinn tima (seinni part átjándu aldarinnar og