Andvari - 01.01.1900, Page 189
18}
fyrri part nítjándu aldarinnar), en höfðu ýmsa galla, t. d.
það, að þeir voru alt of brattir; menn hugsuðu þá ekki
svo mikið um brekkur, bara hafa þá beina, lögðu vegi
beint upp á hæðir og niður í lægðir (eins og hér tíðkað-
ist til skamms tima og sumpart enn).
Hvað Island snertir, þá má fljótt fara yfir sögu
veganna; við erum mjög mikið á eftir timanum þar, eins
og í öðru. Vegabæturnar og vegagerðirnar liafa lengi
vel að eins verið í því fólgnar, að ryðja götur þær, seni
hestafæturnir hafa til biiið, að varða fjallvegi og brúa
mýrarsund, en þetta siðasttalda var vanalega gert á þann
skynsamlega liátt (og er sumstaðar enn gert svo á hreppa-
vegum og jafnvel sýsluvegum), að ræsi voru grafin beggja
vegna við veginn og forinni úr þessum ræsum kastað upp
í veginn, og svo ekki við söguna meir, þar við var lát-
ið standa, engin möl eða ofaníburður; þetta var auðvitað
beinasti og bezti vegurinn til þess að gera það bráðó-
fært, sem áður var nokkurn veginn slarkandi, enda forð-
ast allir skynsamir menn þess konar brýr, ef þeir mögu-
lega geta; en ef þú, ógæfusamur maður, ert kominn á
brúarsporðinn, þá verðurðu að fara alt kvalræðið á enda,
þvi að þér er illa við það að snúa aftur, heldur ef til
vill líka, að vegurinn batni bráðum, en ómögulegt að
komast út af veginum vegna breiðu forarskurðanna til
beggja handa. Það er ergiiegt að hugsa til þess, að miklu
fé skuli kastað á glæ með slíkri vegagerð.
Þessi vegagerðaraðferð, eða aðrar líkar, héldust alt
fram að árinu 1884; enginn hérlendur maður kunni neitt
að réttri vegagerð, en þeir voru þó að reyna eitthvað og
finna upp einhverjar nýar aðferðir af sinni eigin vizku,
eins t. d. flórleggingu o. fl.; en, eins og von var, þar
sem þekkinguna vantaði, fór það alt saman í handaskol-
um, og við búum að því enn, hvað vegirnir voru lagðir
ráðlauslega, t. d. í Svínahrauni; sá vegur var flórlagður