Andvari - 01.01.1900, Page 190
184
og varð mjög dýr, en nær því ófær eftir nokkurn tíma;
seinna, þegar akvegurinn var lagður liéðan austur, þótti
hlutaðeigendum synd að ónýta svo dýran veg, og létu
liann því vera á sama stað, en reyndu að eins til þess
að hylja svivirðinguna með þvi, að kasta á liann nokkr-
um ofaníburði.
En árið 1884 var fenginn hingað norskur ingenieur,
Hovdenak að nafni, til þess að standa fyrir vegagerðum
um sumarið, og sýna hérlendum mönnum aðferðina við
rétta vegarlagningu; hann kom svo aftur 1886 með
nokkra verkamenn norska, sem svo voru hér við vega-
gerðir nokkur ár á eftir. Það er þá, sem nýtt tímabil
byrjar í sögu vegagerðarinnar hér á landi; þá er farið að
leggja reglulega vegi hér, eftir vissuin reglum, og þá
fyrst er farið að hugsa um akvegi; frá þeim tíma hefir
talsverðu fé verið varið árlega til vegagerða; síðustu árin
liafa verið veittar á fjárlögunum 70—80 þúsundir króna
árlega til vegabóta; það er þó nokkuð, það ei ca. 1 kr.
á mann árlega. Til samanburðar skal eg tilfæra, hvað
Noregur hefir varið miklu fé til vegagerða síðan 1850:
1850—1860 var ríkistiilagið c. lli miljón kr. á ári hverju.
1860—1870 —------------c. 3/4 — — - — —
1870—1880 —------------c, 900,000-------------— —
1880—1890 —------------c. 1,100,000 — - — —
síðan 1890 hefir ríkistillagið verið nær því i1/2 miljón
kr. á ári.
Það sést af þessu, að ríkistillagið hefir farið smá-
vaxandi þessa seinustu hálfu öld; eftir 1890 hefir ríkið
lagt til veganna i Noregi tæpa 1 kr. á ári fyrir hvern í-
búa landsins — þar sem ibúarnir eru um 1 miljónir.
Það er því tiltögulega heldur meira, sem íslendingar leggja
til vega sinna en Noregur, og það gefur líka að skilja,
að svo á að vera, þar sem ísland er svo miklu strjál-
bygðara, og vegirnir því þurfa að vera tiltölulega miklu