Andvari - 01.01.1900, Page 191
lengri; en svo leggjum við heldur ekki neitt til járn-
brautargerða, sikjagerða o. fl., sem kosta Noreg mikla
peninga, svo að við ættum að hafa ráð á að verja nokkru
til veganna.
Með þessum nýa norska ingenieur 1884 komhug-
myndin um akvegi hingað til landsins; hann taldi sjálf-
sagt, að það myndi gefast betur liér — eins og reynst
lteíir alstaðar annarsstaðar í mentuðum löndum —■, að
nota akvegi og flytja nauðsynjar sinar á vögnum, heldur
en að flytja þær á hestbaki, í klyfjum. Þess vegna
voru ný vegalög samin af alþingi 1887, og í þau lög
voru sett þau nýmæli, að allir aðalpóstvegir skyldu verða
akvegir, sem landssjóður ætti að kosta lagningu og við-
hald á. Menn sáu þó brátt, að það myndi verða ókleift
fyrir landið, í nánustu framtíð, að leggja akveg svo lang-
ar leiðir, yfir fjöll og fiinindi, heiðar og hálendi, enda
væri aðaltilgangur akveganna að greiða fyrir þungavöru-
flutningum frá kauptúnunum og til þeirra, en flutnings-
magnið gæti aldrei oröið verulegt á aðalpóstleiðunum (t.
d. frá Reykjavík til Akureyrar, eða Reykjavík til Isafjarð-
ar 0. s. frv.), því að það gæti eklci svarað kostnaði, að
flytja þungavöru svo langar leiðir landveg; þess vegna
ættu akvegir að eins (fyrst um sinn að minsta kosti) að
leggjast .frá kaupstöðum eða verzlunarstöðum upp fjöl-
bygðustu og frjósömustu héruðin, þau héruðin, sent
flest og bezt skilyrði hefðu fyrir því, að geta blómgast og
bygst. A þessari grundvallarskoðun eru nýu vegalögin
frá 13. apríl 1894 bygð; í þeim er vegum þeim, er
landssjóður á að kosta, skiít i flutningabrautir, þjóðvegi
(sem sérstaklega eru póstvegir) og fjallvegi. Flutninga-
brautir eiga að vera akvegir, og er ákveðið í lögunum,
að fyrst um sinn skuli flutningabrautir leggja á þessum
9 stöðum: