Andvari - 01.01.1900, Síða 193
187
sýna sig hér, eins og annarsstaðar í öilum mentuðum
löndum, að iðnaður og velmegun þjóðarinnar mun vaxa
og þróast með vexti og viðgangi veganna, og þá sér-
staklega akveganna. En — segja mótstöðumenn akveg-
anna — þó að það hafi gefist vel annarsstaðar, þá er
það alt annað mál; hér er öllu öðruvísi háttað, hér er
svo strjálbygt, og þess vegna verða vegirnir svo langir í
samanburði við vegi annarsstaðar; það verður því svo
dýrt bæði að leggja vegina og viðhalda þeim, að landið
ris ekki undir þeim kostnaði; svo þurfum við bændurnir,
segja þeir, hvort sem er að halda svo marga hesta, vegna
heyflutningsins frá engjunum, að við förum aldrei að
kaupa okkur vagna; það svarar ekki kostnaði, þegar við
höfum nóga liesta til að flytja okkar flutning á. Við
skulum þá líta á, hvað þessar flutningabrautir eru langar,
sem vegalögin fara fram á, og hvað þær verða dýrar
samtals, og hvað þarf mörg ár til þess að fullgera þær,
ef hæfilega mikið fé er lagt til á ári hverju. En eg álít
mikið unnið, ef þessar flutningabrautir, sem nefndar eru
i lögunum, væru lagðar, því að þá væri biiið að leggja
akvegi frá kauptúnum þeim flestum, sem hafa nokkurt
verulegt uppland, og um fjölbvgðustu héruðin, þar sem
helxt má búast við að flutningsvörumagnið verði mest.
Það er þá fyrst flutningabrautin frá Rvík austur í
Rangárvallasýslu; hún er nú lögð að mestu leyti; eg
sleppi því þeim vegi, þó að það vanti einstaka smákafla
eða þurfi að gera við, til þess að það geti heitið brúkleg-
ur akvegur. — Eg sleppi líka flutningabrautinni frá
Reykjavík til Þingvalla, því að þangað má komast með
vagn, þó sá vegur sé ekki góður alstaðar; en frá Þing-
völlum austur að Geysi er eftir, það eru c. 7 mílur.
Frá Eyrarbakka að Ölfusárbrú er lagður vegur; þá eru
eftir c. 5 mílur upp Arnessýslu. — Flutningabrautin upp
Borgarfjörð yrði aö vera c. 6 milur. — Frá Blönduós