Andvari - 01.01.1900, Page 194
vestur Húnavatnssýslu c. 6 mílur, reiknað vestur í Mið-
fjörð, og Miðfjarðarháls dreginn frá, þar sem er nokk-
urn veginn brúklegur vegur. — Frá Sauðárkrók inn
Skagafjörð c. 6 milur (fram i Blönduhliðina, að Silfra-
stöðum). — Frá Akureyri inn Eyjafjörð c. 4 mílur —
nokkuð inn fyrir Saurbæ —; þar af er c. 1 mila lögð,
eftir verða þá 3 milur. — Frá Flúsavík inn Reykjadal c.
5 mílur að Einarsstöðum. — Frá Búðareyri í Reyðariirði
um Fagradal c. 5 mílur að Egilsstöðum i Fljótsdalshér-
aði; til samans verða þetta 43 mílur; ef nú hver rníla
kostar 20000 kr., sem er nokkuð hærra heldur en flutn-
ingabrautir þær yfirleitt hafa kostað, sem hingað til hafa
verið lagðar — það set eg með ásettu ráði, af því eg hugsa
mér þær nokkuð vandáðri en hingað til hefir gerst —
það borgar sig betur, þá verður viðhaldið minna, — já,
ef hver míla kostar 20000 kr., þá verður kostnaðurinn
alls 860,000 kr., og ef nú væri veitt á ári hverju 50
þús. kr. til fiutningabrautanna, líkt og gert var fyrstu ár-
in eftir nýu vegalögin, þá væru allar þessar akbrautir
lagðar eftir iS dr. Það er ekki svo langur tími. — En
jafnframt og þessar brautir eru lagðar, er það sannfæring
min, að menn fari að útvega sér og nota vagna; menn
sjá það fljótt, að það borgar sig að flytja á vögnum; svo
verða sýsluvegir og hreppavegir lagðir i sambandi við
flutningabrautirnar; þeir vegir þurfa náttúrlega ekki að
vera nálægt því eins dýrir eins og aðalvegirnir (flutninga-
brautirnar); þeir geta náttúrlega verið þess ódýrari, því
minni sem umferðin er um þá; flutningabrautirnar þurfa
að vera sterkastar, rammbyggilegastar og dýrastar, af því
að þær verða aðalæðarnar, sem alt dregst að, og þar verð-
ur þvi mest umferðin. Seinast koma svo vegir frá bæ-
unum, bændabýlunuin, á hreppavegina; margir halda því
fram, að bændur geti aldrei haft ráð á því að leggja
kostnaðarsama vegi frá sér og á aðalvegina; en liver seg-