Andvari - 01.01.1900, Side 195
189
ir, að þeir þurfi að vera kostnaðarsamir ? Maður getur
komist áfram með vagn, þó að það sé ekki lagður vegur
— og svo getur iíka verið mikill munur, kostnaðarnmn-
ur, á lögðum vegum; — það eru ekki alt fyrirtaksvegir,
sem bændur utanlands aka eftir heiman frá sér oft og
tíðum. Nei, bændur þurfa kannske að slétta einhvern
kafla heima' hjá sér, slá af nokkrum þúfnakollum, þar
sem þýft er, eða ryðja nokkurum steinum úr götu, þar
sem grýtt er, svo að þeir geti komist áfram; þar er útn-
ferðin minst, bara frá þessum 'eina bæ, svo að þar þarf
ekki svo merkilegan veg. Víðast hvar er, held eg, lands-
lagi svo háttað í fjölbvgðari héruðum hér á Islandi, að
það væri ekki frágangssök fyrir bændur að fá sér vagna
þess vegna, að þeir gætu ekki kostnaðar vegna lagt nógu
góðan veg frá bæum sinum. Akvegir gera nú það aö
verkum, liér eins og annarsstaðar, að menn eiga hægara
með að afla sér nauðsynja sinna úr kaupstaðnum, og að
koma af sér afurðum sinum í kaupstaðinn; menn þyrpast
því þangað, þar sem hægara er aðdrátta; héraðið verður
þéttbýlla, — það myndast þorp — landrýmið verður
minna fyrir hvern búanda, og þá fara menn að rækta jörð-
ina meir en áður, leggja meiri rækt við kúabúin, en hugsa
minna um fjárræktina, og þetta finst mér gott takmark
fyrir íslendinga að stefna að, þvi að nóg er til af landi til
ræktunar. Þá eykst líka félagsskapur manna, þegar styttra
er á milli bæa; mjólkurbú og mörg fleiri gagnleg fyrir-
tæki gætu þá komist á stofn, sem nú þykir illkleift að
koma á vegna vondra vega og langra og kostnaðarsamra
flutninga.
Ef nú þetta verður afleiðing akveganna, að frjósöm-
ustu sveitirnar byggjast betur, menn fara að rækta jörð-
ina þar meira og leggja sig mest eftir kúarækt, en gefa
sig minna við fjárrækt, þá falla burtu þessar löngu engja-
heysóknir og þá geta bændur fækkað hestunum, svo að