Andvari - 01.01.1900, Page 196
190
sú mótbára fellur, að bændur þurfi hvort sem er að halda
svo marga hesta, — eg vil biðja menn að athuga það, að
eg á hér aðallega við þær sveitir, sem vegalögin frá
1894 ákveða að flutningabrautir eigi að liggja um.
Nú segja sumir: já, þeir hafa nú í nokkur ár verið
að fást við þessar flutningabrautir hér á Suðurlandi, og
ekki sést enn svo fjarskalega mikill árangur af þeim, fáir
bændur hafa enn útvegað sér vagna við þessar brautir,—
lin gætum líka að, hvert þessar flutningabrautir liggja;
önnur liggur héðan austur að Þirigvöllum; hún var nú
aðallega ætluð fyrir útlenda ferðamenn, og svo er hún
lögð þannig, yfir Mosfellsheiði, að það eru 1—2 bæir,
alla leið að Þingvöllum, sem geta haft nokkur not af
henni; réttast hetði náttúrlega verið að leggja þann veg
um Mosfellssveitina; þá skyldi maður hafa séð, hvort ekki
hefði sést neinn árangur af akveginum. — Hinn vegur-
inn liggur héðan auStur yfir Hellisheiði, mikinn part yfir
óbygðir, ekki nema fáein kot og sæluhús áður en kemur
austur í Ölfus, 6—7 mílur héðan; það er því ekki að
búast við, að það sé enn byrjuð nein vagnaumferð austan
að úr Ölfusi, þar sem er að sækja yfir erfiða heiði og
vegurinn sumstaðar hérnamegin við heiðina ekki vel góð-
ur, og Ölfusingar heldur seinir til nýrra breytinga. Svo
sækja þeir sínar vörur að mestu leyti út á Eyrarbakka.—
En þessir fáu bæir, sem hérnamegin heiðarinnar eru, eru
þó farnir að flytja vörur sínar á vögnum.
Þá halda menn því fram, að viðhaldið sé svo dýrt,
að landið haii ekki einu sinni ráð á því að viðhalda þess-
um flutningabrautum. Eg játa það, að viðhaldið getur
orðið dýrt, þegar ekkert er hugsað um að gera við þær
skemdir, sem orðið hafa, fyr en allur vegurinn er að
mestu leyti eyðilagður; það þarf auðvitað að hafa stöðugt
eftirlit með vegunum og gera strax við skemdirnar; svo
borgar það sig miklu betur að leggja vegina nógu sterka