Andvari - 01.01.1900, Síða 197
í fyrstu, þá verður viðlialdskostnaðurinn miklu minni, og
það er mín skoðun, að hér á veginum austur liefði mik-
ið meira átt að nota púkkvegi heldur en þessa malarvegi
eða móhelluvegi; púkkvegur hefði ekki orðið svo mikið
dýrari, þar sem grjótið er alstaðar við hendina, og svo
hefði hann orðið margfalt endingarbetri og ávalt harður
og góður á vetrum — og það er mikill rnunur — aldrei
blautur; þar sem vegurinn nú þar á móti er afarþungur
og illur yfirferðar i leysingum á vetrum og vorum.—Það
er þvi mín skoðun, að viðhaldið geti aldrei orðið svo
svo mjög tilfinnanlegt, ef vegirnir eru iagðir vel í upp-
hafi. —
Auðvitað er ekki hægt að gera sér nokkurn veginn
nák.væma hugmynd um það, hvað viðhaldskostnaðurinn á
vegum vorum muni verða mikill, þar sem alla reynslu
vantar í þeim efnum; en eg get ímyndaö mér, eftir þeirri
reynslu, sem menn hafa í öðrum löndum, að hann
muni varla verða meiri en um 2°/o af vegalagningar-
kostnaðinum.
Þegar allar flutningabrautirnar eru lagðar, verður
kostnaður þeirra rúm miljón króna; viðhaldið ætti þá eftir
því að kosta rúmar 20,000 kr. á ári, og er það ekki svo
fjarskalegt, enda finst mér þetta svo mikilsvarðandi mál-
efni, syo þýðingarmikið fyrir framgang og viðreisn
þjóðarinnar, að menn eigi og verði að leggja talsvert í
sölurnar.
Þá vil eg minnast á eitt til, sem sumir hafit komið
fram með á móti akvegunum og eg gat um fyrst í
fyrirlestri mínum; það eru mjósporuðu járnbrautirnar, sem
þeir segja að muni vera betra að leggja hér heldur en
akvegi, því að þær séu ekki dýrari; þeir höfðu þetta eft-
ir 1 eða 2 norskum ingenieurum, sem kornu fram með
þá uppástungu í Noregi, að leggja par mjósporaðar járn-
hrautir í stað dýrari vega; en fyrst og fremst hefir þess-