Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 198
192
um ingenieurum ekki orðið rnikið Agengt i Noregi, svo
eg viti til, og í öðru lagi er alt öðru máli að gegnameð
Noreg og Island, hvað þetta snertir; því að vegir eru
mjög dýrir í Noregi, margfalt dýrari en hér, landinu er
víða svo háttað, og svo er meira i þá borið; þar eru t. d.
gerðar miklar kröfur til þess, að vegirnir séu sem halla-
minstir, landið er dýrt að kaupa undir vegina, og víða
þarf stórkostlegar sprengingar til þess að komast áfram
með veg. Milan kostar oft og einatt 150—200,000, kr.
Það er 40—50 kr. faðmurinn. Þar er það þvi skiljanlegt,
að það geti komið til tals að leggja ódýrar, mjósporaðar
járnbrautir í stað vega, því að þær verða lítið dýrari en
þetta, sem eg nefndi. — En þegar maður lítur á það, að
akvegirnir, sem hér hafa verið lagðir, kosta 16—20000
kr. mílan, jafnvel 10 sinnum minna’en í Noregi, þá sést,
hvilík f]arstæða það er, að bera slíkt saman og að slá
því fram, að járnbrautir Iiér verði ekki dýrari en vegir,-
Það er auðvitað ágætt að fá járnbrautir, en það væri oss
ofvaxið að svo stöddu, enda þörfnuðumst vér vega eftir
sem áður, í sambandi við járnbrautirnar og jafnframt þeim.
Margt mætti segja fleira uni vegi hér og vegagerð,
um stjórn vegamála, með erlendri liliðsjón m. m. Þyrfti
þingið að taka sem fyrst vegamálið alt til rækilegrar í-
hugunar, og þá sérstaldega að vera rifara á fé til akvega
og koma betra lagi á stjórn vegamála.
Aths. llitnefnd Andvara taldi sjálfgefið, að um
Benedilct heitinn Sveinsson ritaði maður, er lwnum stóð
nœrri í slcoðunum, én her engan veg eða vanda af œfisög-
unni.