Andvari - 01.01.1901, Page 12
VIII
arfelli. Um vorið 1849 reistu þau hjón bú í Norðtungu
í Þverárhlíð, en bjuggu þar eigi nema eitt ár; því að unt
vorið 1850 fluttu þau að Hamri, en 16. dag maímánað-
ar sama ár var hítnn skipaður 2. undirdómari og dóms-
málaskrifari í landsyfirrjettinum, og flutti þá samsumars
til Reykjavíkur. Veturinn 1851 — 52 gegndi hann jafn-
framt bæjar- og landfógeta-embættinu — i stað Kristjáns
Kristjánssonar, sem síðast var amtmaður í norður- og aust-
ur-umdæminu, unz Vilhjálmur Finsen tók við því em-
bætti um sumarið 1852.
31. dag maímánaðar 1856 var hann af konungi skip-
aður 1. undirdómari í landsyfirrjettinum, og háyfirdómari
1877, og því embætti gegndi hann, unz hann fjekk lausn
ií. dag. aprílmánaðar 1889, og hafði þá verið embættis-
maður i 46 ár.
Arið 1855 var hann kosinn alþingismaður fyrir
Reykjavíkurkaupstað, en hafði áður verið kosinn vara-
þingmaður Strandasýslu; en það ár kom aðalalþingismað-
ur Strindasýslu, Ásgeir Einarsson, eigi til alþingis, og
með því að Jón Pjetursson hafði eigi afsalað sjer vara-
þingmennskunni fyrir Strandasýslu, taldi þingið rjett, að
hann tæki sæti á þinginu sem fulltrúi Strandasýslu, en
varaþingmaður Reykjavíkur kæmi í hans stað fyrir Reykja-
vík, og það gjörði hann. Árið 1859 varð hann konung-
kjörinn þingmaður, og var það upp írá því þangað til
1889.
I bæjarstjórn Reykjavíkur hafði hann sæti í 6 ár,
1857—1862, að báðurn árum meðtöldum.
Enn fremur var hann einn af stjórnendum búnaðar-
fjelags suðuramtsins og fjehirðir þess 1868—1886. Hann
var og ásamt þáverandi amtmanni Bergi Thorberg og
alþingismanni Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum skipaður í
nefnd þá, sem 1876 skyldi semja landbúnaðarlög fyrir
Island; en gat eigi orðið samdóma meðnefndarmönnum