Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 14
X
3. Arndís, kona Guðmundar Guðmundssonar, fyrrum
hjeraðslæknis í Arnessýslu.
4. Þóra, kona landritara Jóns Magnússonar.
5. Sigríður, kona Geirs Sæmundssonar, nú prests á
Akureyri.
6. Elinborg, ógipt.
Háyfirdómari jón Pjetursson andaðist hjer í Reykja-
vík 16. dag janúarmánaðar 1896, rjettra 84 ára gamall.
Jrfann var fríður sýnum, meðalmaður á vöxt, en
fremur þrekinn um herðar, og liðlega vaxinn að öllum
skapnaði. Að upphafi var hann dökkur á hár og skegg,
en hvorttveggja gránaði mjög snemma.
Hann var fremur fáskiptinn hversdagslega; en ráð-
hollur var hann ávallt í tillögum sínum, og jafnan fús að
gefa ráð og leiðbeiningar hverjum þeim, sem hans leit-
uðu, og mun næsta sjaldan hafa synjað hjálpar, þá er
einhver beiddist hjálpar hans og hann gat hana í tje lát-
ið. Hann var maður gætinn og stilltur, og hægur í lund,
en gat verið kappsfullur, er því var að skipta. Hann var
frjálslyndur maður, og unni ættjörðu sinni af heilum hug,
og vildi styðja allt það, sern hann ætlaði að henni gæti
til frama orðið og framfara; en hann vildi og, að Islend-
ingar hjeldu því óskertu og óbreyttu, sem vel væri í
þjóðerni þeirra, og af þeim sökum mun það að nokkru
leyti haía stafað, að hann vildi eigi hleypa útlendingum
hjer meira að, en nauðsyn bar til, og alls eigi, að útlend-
ingar yrðu jarðeigendur hjer á landi; því að hann ætlaði
víst, að þeir mundu spilla þjóðerninu; en hann var sann-
ur Islendingur í huga.
Mjer finnst það eiga vel við, að setja hjer fyrstu 3
vísurnar, sem Grímur heitinn Thomsen kvað eptir lát
hans, 16. janúar 1896, en þær hljóða þannig: