Andvari - 01.01.1901, Page 15
XI
Látlaust fas og falslaust hjarta,
— Finnst ei annaS betra skraut, —
Meö þessu rjeð hann skrúði skarta.
Skírt var yfirlitið bjarta.
Hið ytra þar hins innra naut.
Farinn er hann til feðra sinna,
Fagna þeir tryggum syni vel;
Fyrir minning framliðinna
FróSum hal var ljúft að vinna,
Hafði ’ann íslenzkt hugarþel.
Islenzkur var bœjarbragur;
Breytt var ei fra gömlum sið,
Tryggðarinnar forn og fagur
Frændum skein og vinum dagur,
Hugljúft var það heimiliS.
Hann var tryggur vinur vina sinna, og laus við alla
sjerplægni.
Háyfírdómari Jón var einkar-ættfróður maður, og
lagði talsverða stund á þá fræði. Hann var og mjög
fróður um forn lög íslendinga, forna samninga manna í
millum og forna máldaga jarða, og yfir höfuð öll forn
skjöl. '■
í stærðfræði allri var hann mætavel að sjer, og hafði
mikið yndi af þeirri vísindagrein, enda hefur maður einn,
sem honum var samtíða á námsárum hans í Kaupmanna-
höfn, gefið honum eptirfarandi vitnisburð:
»Jón Pjetursson var alla tíð alveg útsláttarlaus, graf-
inn djúpt niður i lagaskruddur sínar og fyrirlestra; það
var ómögulegt, að fá hann upp úr þeim nema með því,
að fara út i tölfræði eða rúmfræði við hann. Ef maður
þá fór að verja við hann ranga úrlausn í flóknu reikn-
ingsdæmi, fleygði hann skruddunum út í horn, varð hinn