Andvari - 01.01.1901, Side 16
XII
ákafasti og sýndi og sannaði á alla vegu, að maður hefði
rangt reiknað. Hann var sannarlega mesti stærðfræðing-
ur, jafnframt því, er hann var djúpsettur lögfræðingur«.
Eigi var hann neinn mælskumaður; honum var frem-
ur stirt um mál, er hann t. a. m. talaði á þingum; en
hugsun hans var ávallt ljós, og tillögur hans áttu við ljós
rök að styðjast.
I brjefi 19. dag maímánaðar f. á. lýsir sjera Arnljót-
ur Olafsson, sem þekkti Jón Pjetursson einkar-vel, lund-
erni hans á þennan veg:
»Jón Pjetursson var gæflyndur maður og óframgjarn,
hæglátur og fáskiptinn hversdagslega. Hann var gjörsam-
lega frá því bitinn, að vera ágengur við menn, með öðr-
um orðum: að sækjast eptir að ná yfirráðum yfir öðrum
með nokkurs konar yfirgangi og yfirdrottnun. Hann bjó
helzt kyrr i sjálfum sjer og varðist þaðan, en sótti eigi.
Mjög vandaði hann sannfæring sína um hvern hlut, þann
er hann lagði fyrir sig, og hjelt fast á henni; því hann
var bæði djúpvitur og fastlyndur. Fremur mun hann
hafa verið dulur við menn, þótt hann væri hinn ljúfasti
og lítillátasti við alla. Við vini sína var hann ódulur, en
þó vanalega gætinn og jafnan ræðinn, gamansamur og
skemmtinn, en keppinn í orðasennu og fastheldinn á sínu
máli. Mjer var vel kunnugt um skoðanir hans á- stjórn-
málutn, einkum frá þingunum 1865 og 1867, að hann
var næsta frjálslyndur, en jafnframt hófsanmr og fram-
sýnn. Við áttum saman meðal annars það viðauka-at-
kvæði við stjórnarfrumvarpið, sem nú er niðurlag 1. grein-
ar stöðulaganna: »með sjerstökum landsrjettindum«.
Stríddi jeg Jóni síðan á því, að þar hefði honn fylgt
fremur stjórnmálastefnu Gísla Brynjólfssonar, en nafna
síns, en Jón vantaði hvorki orð nje fróðleik til að sanna,
að viðauki þessi við greinina væri hinn rjettasti og sann-
asti, eptir landsrjettarsögu vorri, og þvi einu kvaðsthann