Andvari - 01.01.1901, Síða 20
2
afturfarar. Þó fnunfaratilraunirnar hetðu lítinn árangur í
svipinn, þá lögðu þær þó grundvöll framtíðarinnar og
hniptu í þjóðina, svo hún fór að rumska eftir margra
alda svefn.
Þegar vér lítum til þeirra aldamóta, sem nú fara í
hönd, er útlitið alt annað; framfarahorfurnar mega heita
glæsilegar í samanburði við hin fyrri tímamót, og hin ís-
lenzka þjóð hefir fulla ástæðu til þess að líta með ánægju
á störf hinnar 19. aldar, ekki sízt á það, sem gjörst hefir
á hinum seinasta fjórðungi aldarinnar; framfarirnar á því
tímabili mega eftir kringumstæðunum jafnvel heita afar-
miklar, þegar á alt er litið. Vér verðum að muna eftir
því, að vér höfum orðið að byggja alt frá grunni og því
dugir ekki að bera oss saman við þær þjóðir, sem stand?
á 'gömlum merg og voru koninar á framfarabrautina löngu
á undan oss, voru miklu stærri og höfðu stórkostlegan
mannafla og fjárafla. Auk þess er margt af því, sem oss
virðist glæsilegt hjá stórþjóðunum, alls ekki í raun réttri
eftirsóknarvert. Það er ekki alt gull, sem glóir. Sízt
megum vér Islendingar láta hugfallast, þó oss vinnist ekki
alt á svipstundu; það sem lengi á að standa, er lengi að
gróa. Hver sem óvilhalt lítur á sögu þessa tímabils, lilýt-
ur að sjá rniklar framfarir á Islandi; þótt um leið sé ef til
vill afturför í einhverju einstöku, þá er slikt uáttúrlegt á
* breytingatímum.
Nú við þessi aldamót er það eðlilegt, þótt mönnum
verði að líta til baka til hinna fyrri aldamóta ril þess með
samanburði að sjá, hvað hefir verið afrekað á þessu hundr-
að ára skeiði, sem nú er út runnið. Allir þekkja ástandið
eins og það er nú, þó vér ekki til fullnustu skiljum við-
burði og kringumstæður, sem vér sjálfir lifum og hrær-
umst í; slíkt verður alt miklu ljósara fyrir eftirkomendum
vorum. Það væri því ekkert á móti því, að það drægist
nokkuð fram eftir 20. öldinni, að rita ítarleg eftirmæli