Andvari - 01.01.1901, Page 21
3
i9- aldar. Sá, sem er mátulega langt frá fjalli, á hægra
með að gjöra sér grein fyrir stærð þess og lögun, en
hinn, sem á því stendur eða við rætur þess. Af þvi eg
ímynda mér, að öllum þorra almennings sé ekki fullljóst
ástand og hagur Islendinga um aldamótin fyrri og í byrj-
un 19. aldar, ieyfi eg mér með fám orðum að skýra frá
högum þjóðfélagsins á þeim tímum. Eg verð að fara
fljótt yfir sögu og taka að eins nokkur dæmi; ef ítarlega
ætti að fara út í þá sálrna, væri nóg efni i stórt rit. Eg
vona þó, að þessi fáu dæmi séu nóg til þess að sýna
þeirn, sem litið hafa lesið af ritum þeirra tima, hve stór-
kostleg breyting er orðin á högurn íslendinga á 19. öld.
Um aldamót 18. og 19. aldar var ástandið mjög
ísky.p-gilegt og þjóðmenningin öll á lágu stigi. Þó voru
horfurnar miklu betri en verið hafði nokkru áður, þegar
móðuharðindin því nær voru búin að gera út af við Is-
léndinga. Samt var landið enn ekki farið að rétta við að
nokkrum mun eftir rnargra alda hnignun og hörmungar;
þjóðin var búin að leggja árar í bát og tók þegjandi og
með þolinmæði hverju sem að höndum bar. Alt var jafn-
dt og ömurlegt, hvert sem var litið; það var ekki einu
sinni hægt að leita skjóls hjá Dönurn eða dönsku stjórn-
inni, eins og íslendingar höfðu svo oft áður gjöft; þaðan
var litla hjálp að fá; Danir áttu nóg með að verja hend-
Ur sínar gegn árásum Englendinga og margt var á þeirn
ófriðarárum framan af 19. öldinni á tjá og tundri; var
því engin von að stjórnin gæti sint þörfum Islendinga,
sem voru svo fjarlægir, og svo hafði hún á seinni hluta
t8- aldar lagt fram stórfé íslandi til framfara og séð lít-
tnn árangur. íslendingar voru þá, sem kunnugt er, búnir
lr að rnissa hinn seinasta sjálfstjórnarvísi. Alþingi hafði
um langan aldur verið nokkurs konar yfirréttur, sent að
eins lét hýða þjófa og flakkara, en réðst ekki í nein
°unur stórræði. Loksins lognaðist alþingi út af hinn n.