Andvari - 01.01.1901, Side 22
4
i) ' ]úlí 1800; hafði það sumarið áður verið haldið í Reykja-
. • vík, því lögréttuhúsið á Þingvelli hrörnaði óðurn, hafði
þá um mörg ár verið komið að falli, en ekkert var gjört
við það. A alþingi 1798 lýsti Mágnús Stephensen lög-
maður því yfir: »að sökum alþingis-ónæðis og heilSuspill-
andi dragsúgs í gegnum gluggabrotið og opið lögréttu-
hús sé hann við réttarhald í þessum vindhjalli nú orðinn
lasinn og veikburða«, svo hann ei treystist til, að halda
svo lengi fram lögþinginu, sem þarf til dómsuppsagnar í
máli síra Sæmundar Hólms og Bachmanns læknis, en lof-
ar að »afsegja dóm innan 6 vikna á heimili sínu Leirá«.
Allir embættismenn og lögréttumenn vottuðu: »að húsið
væri óheilnæmara og verra hverjum vindhjalli og heilsa
og lif þeirra í háska, sem þar neyðast til inni að sitja«J).
Það þarf varla að taka það fram, að almenningur liafði
engin áhrif á löggjöf og landstjórn, og að stjórnin hafði
fyrir löngu dregið alt vald undir sig, meðal annars kosn-
ingu biskups og presta.
Biskupsstólarnir á Hólum og í Skálholti, sem um
langan aldur höfðu verið aðalstöðvar menta og andlegra
valda, voru nú lagðir niður; stólsjörðunum hafði verið
sundrað og þær seldar fyrir gjafvirði á hallærisárunum;
biskupsseírin hrörnuðu og urðu að kotbæjum. Nú var
að eins einn biskup á landinu, Geir Vídalín; hann bjó í
lítilfjörlegu timburhúsi i Reykjavík, hafði laun af skorn-
um skamti og er oft til þess tekið, hve biskup átti þröngt
í búi. Höfðingsskapur hinna fyrri biskupa var nú geng-
inn um garð. Þegar Hólastóll var lagður niður, var Þor-
v kell Olafsson þar stiftsprófastur og officialis, merkismað-
ur, vel látinn; stjórnin gleymdi honum algjörlega, svo
hann fékk engin eftirlaun og ekkert til viðurlífis og lifði
við hungur og harðrétti, »svo að oftar en sjaldnar við bar,
/] ru-o1
1) Lögþingisbókin 1798, bls. 71.