Andvari - 01.01.1901, Síða 23
s
að hann hafði ekkert annað til miðdegisverðar að nærast
á en eldhúsreyktan hákarl, er hann keypti blautan, og
það af svo skornum skamti, að 5 lóð ætlaði hann sér til
miðdagsmáltíðar og kvað sællííi, ef brauðbita hefði með« ’).
»Var þá ekki annað sjáanlegra, en þessi góði öldungur
rnundi veslast upp í harðrétti og annari vesöld. Var þá
i ráðagjörð, að þeir fáu, setn skárst megandi væru af ná-
lægum prestum, legðu saman í einhvern lítinn lifsforða
handa honum, en það lenti' þó í tómri ráðagjörð, nerna
hvað vissir góðkunningjar hans greiddu fyrir honum«.
I.oksins eftir 14 ára stöðugar bænir veitti »konungleg há-
tign honum 50 rd. í pension árlega« og segir æfisaga
sira Þorkels: »við þenna fagnaðarboðskap brast sá góði
öldungur í fegins lofgjörðar og þakklætis táraflóð«.
Skólarnir báðir, á Hólum og i Skálholti, voru nú lagðir
niður,1 2 en nýr skóli fyrir land alt reistur á Hólavelli
við Reykjavík. Skólahúsið hriplak, þegar nokkuð var úr
lofti, og í vetrarfrostum var þar ólifandi fyrir kulda, glugg-
ar voru svo fáir og smáir, að ekki var þar næg birta til
lestrar og oft var þar reykur inni. Piltar urðu að út-
vega sér fæði í kotunum í kring um Reykjavík og var
það oft misjafnt. Fyrirkomulag alt á skólanum var oft
í Iiinni mestu óreglu og í vetrarhörkum varð stundum í bili
að hætta allri kenslu; kom það þá fyrir, að skólapiltar
lágu í rúmunum vegna kulda, nema þeir, sem ntest karl-
ntennin voru; þeir brutust út í kotin til þess að sækja
hinum matarbita. Arið 1804 var húsið orðið svo hrör-
legt, að það varð að leggja skólann niður, og um haustið
1805 var hann fluttur að Bessastöðum. Þess má geta
hér, að bæði í Skálholti og í Reykjavíkurskóla hinum
1) Stutt ágrip um Þorkel Ólafsson stiptsprófast í Hóla-
stipti. Yiðey 1821, bls. 9—11.
2) Skállioltsskóli 1785, Hólaskóli 1801.