Andvari - 01.01.1901, Síða 24
6
forna voru allir skólapiltar eins búnir, nefnilega í sort-
aðri ntusu og stuttbrókum, er náðu rétt niður fyrir hnéð,
úr íslenzku vaðmáli; venjulega voru þeir i mórauðum
sokkum, nema á sunnudögum í Ijósbláum; á höfði báru
þeir jafnan sýknt og heilagt skotthúfur með grænurn eða
svörtum silkiskúf og vírborða urn legginn (þar sem kven-
fólk nú hefir silfurhólk). Alþýðuskólar voru þá engir til1
og alþýðumentunin var á lágu stígi; meginþorri manna
mun þó hafa lært að lesa,2 3 * en allur fjöldinn var óskrif-
andi. Þeim, sem fátækir voru, veitti mjög örðugt að
útvega sér tilsögn til mentunar og má í æfisögum ýmsra
merkra Islendinga, er þá voru i æsku, sjá mörg dæmi
um það þrek, sem þurfti til þess að afla sér menningar.
Jón Jónsson Therkelsen, ágætur fræðimaður, sem dó
ungur í Kaupmannahöfn 1805, ólst upp í Mýrasýslu;
hann lærði nteð sjófuglsfjöður að skrifa á skininn hross-
kjálka, því pappír var ekki fáanlegur; Olafur Sívertsen
prófastur, sem ólst upp í Hrútafirði, lærði líka að draga
til stafs á sama hátt og þó varfaðirhans efnaður; pappír
fekst þá ekki í kaupstöðum nyrðra. Jón Therkejsen
langaði mjög til að mentast, en engin tök voru á því í
fyrstu: sóknarpresturinn á Borg, Friðrik Guðmundsson,
bláfátækur ómagamaður, sagðist reyndar skyldi taka hann
til þess að kenna honurn undirstöðuatriðin í latínu, »ef
kýr sinar yrðu snemmbærar, en urn þær mundir bar
jafnan sú fyrsta þeirra á þorra*.8 Björn Gunnlaugsson
1) Skóliun á Hausastöðum er varla teljandi.
2) Árið 1791 voru 175 manns í Hvalsnessókn og 121
leandi (60°/»). í Kirkjuvogosókn 72 og 58 lesandi (80°/o). í
Njarðvíkursókn 114- manns ogJ92 lesandi (80'/«). I Utskála-
sókn 268 manns og 210 lesandi (80°/>). Bjarni Jónssow.
Lestrarkunnátta á 18. öld (Kennarablaðið I. bls. 172—174).
3) Æfisaga Jóns Jónssonar Therkelsen Kmhöfn 1825 bls.
10, 12. Æfiágrip Ólafs Sívertsens, Rvík 1862 bls. 5.