Andvari - 01.01.1901, Page 25
7
lærði stærðfræði er hánn sat yfir fé og ritaði tölur og
rnyndir rneð smalaprikinu á leir- og moldarflög; Jón Þor-
steinsson landlæknir lærði latneska málfræði meðan hann
sat yfir fé föður síns'; og svo mætti mörg fleiri dæmi
til færa.
Urn aldamótin var ein prentsmiðja á íslandi í Leir-
árgörðum; Hrappseyjar-prentsmiðjan hafði verið flutt þang-
að 1794; prentsmiðjan á Hólum, sem hinn mikli maður
Guðbrandur Þorláksson hafði stofnað, var nú fallin niður
af vanrækt og vesaldómi. Björn Gottskálksson lýsir henni
svo 1790: »hér standa prenthúsin gluggalaus, veggirnir
signir niður f'rá þakinu, stilkössum saman lilaðið og sleg-
ið fyrir alt í öðrum endanum, pressan skernd og fordjörfuð,
rammarnir ryðgaðir og svívirtir«. Nokkuru seinna var
farið að sundra áhöldunum og stíllinn varð uppáhalds
leikfang barna í nágrenninu1 2. Hinar seinustu ieifar af
Hólaprentsmiðju voru fluttar að Leirárgörðum 1799. Þá
kom ekkert blað út á íslandi og ekki nema eitt tímarit,
Minnisverð tíðindi 1796—1808, en það voru svo sem
ekki nýjustu viðburðirnir, sem lesendurnir fengu vitneskju
um. Annað bindi þessara tíðinda, sem fullprentað var
1806, segir frá þeim viðburðunt, sem gjörðust á árunurn
1798 —1801; þó nú hin þrjú einstöku bindi af tímariti
þessu líklega hafi verið send út í pörtum, þá komust þó
fregnirnar um það, sem gjörðist í heiminum, ekki til ís-
lenzkrar alþýðu fyr en eftir 3 eða 4 ár. Ur þessu bætt-
ist ekki fvr en löngu seinna, þegar Sagnablöðin fóru að
konta út 1816 og Klausturpósturinn 1818. Framan af
18. öld var fátt prentað nerna guðsorðabækur og voru
sumar mjög lélegar; úr Hrappseyjar-prentsmiðju komu
1) Útfararminnmg Jótis Thorstensens. Kmhöfti 1856,
hls. 3.
2) Sveinn Pálsson: Journal II. bls. 226.