Andvari - 01.01.1901, Page 27
9
komen, og án hennar kunna menn ekke ad vera í Rett-
argangenum, og so sem vor efne í flestum Sökum dep-
endera af þeirn Dönsku, þvi má þá ekki einnen vort
Tungu mál vera sömu Forlögum underorped?1 Þó rit-
uðu margir verra mál en Sveinn lögmaður. Eg set hér
af handahófi tvö önnur dæmi, sem þó ekki eru verri en
margt annað, til þess að sýna, hve ritmálinu hefir siðan
farið fram; fyrra dæmið er auglýsing frá Hóla-prentsmiðju
1755, hitt er um fjárkláðann fyrri 1771: »Það er ásett,
að her í Hóla dómkirkju bókþrykkeríe verðe prentaðar
aðskiljanlegar íslendinga sögur, sem kinnu vera til skemt-
unar og fróðleiks, so vel innan lands sem utan; en so
sem soddan bækur ekke kunna utaulands til afsetjast, án
þess þar með filgi Versio Danica, því inviterast her með
aller þeir her í Lande, sem eru mektuger í því Danska
Sproke, að þeir villdu fyri sig taka hver fyri sig, að yfer-
setja einhverja eina af þeim gömlu Islendinga sögum,
sem þeir þá geta fengið eitt gott exemplar af, og það
síðan hingað sende með sinne versione þá ferðug er;
sömuleiðes að þeir villdu fyri sig taka að útleggja á ís-
lensku danskar lystugar og nytsamlegar historíur, þá þeir
við soddan publique þienustu meiga vænta sier að verða
með tilbærilegum doceur og virðingu aflagder. Þesse
invitation er láten alþingisbókinni filgja; öilum góðurn
patrioter til billegrar epterþeynkingar«2. Um fjárkláðann
kemst þingið 1771 svo að orði: »Það heyrir her til um
að geta, hversu her í landi um nockur undan farin ár, á
sauðfenu grasserandi fjárpest, hefur eyðilagt hjá geislleg-
um og verðslegum forpögturum, proprietariis og bænd-
um mestan part at öilu sauðfe, sem er og hefur verið
1) Sveinn Siilvason: Tyro Juris eða Barn í Lögum.
Kaupenhavn 1754. 8°,
2) Lögþingisbókin 1755.