Andvari - 01.01.1901, Page 28
IO
/
't'-'T
yu^rt
Jfíð,:
j.
J
landsins fornemstu herlegheit og þienað í öllum tilfell-
urn til nauðsynlegrar lifsbjargar bæði fyri fátæka og ríka;
ibland sauðfjárins i Aimindelighed hafa asaudar kúgildi
jarðanna hrönnum fallið, hvar við bæði ábúendurnir og
þeirra húsbændur hafa stærsta skaða liðið, en hverugur
með nockrum midler eða ráðurn pestina hefta kunnað,
so hún ansiest yfir höfuð fyrir eina extraordinaire land-
plágu og vofeiflegasta skaðatilfelli, sem landinu kunni
nokkurn tima til að falla og enginn kunni eður kann við
að sjá«h Eggert Olafsson hófst fyrstur manna máls á
þvi, hve hörmulega mönnum færist, er þeir spiltu rnóður-
máli sínu svo hrapallega og brýnir hann fyrir löndum sinurn
í kvæðinu »Sótt og dauði islenzkunnar« að hreinsa málið
og blanda því ekki saman við dönskuna; hann skriíaði ís-
lenzkar réttritunarreglur o. fl., en honurn entist ekki ald-
ur til meiri framkvæmda, enda var við ramman reip að
draga. Aðrir tóku þá við, þar sem Eggert hætti, svo
máliðfóraðrétta við, einkumeptir að »Félagsritin«gömlu fóru
að koma út undir umsjón Jóns Eiríkssonar, og með þéim
má aðallega telja að viðreisn íslenzkunnar byrji; svo taka
þeir við á 19. öld Jónas Hallgrímsson, Sveinbjörn Egils-
son og Jón Sigurðsson og koma islenzkunni í liðugan og
hreinan búning.
Ebenezer Henderson ferðaðist kringum land alt á
árunum 1814 og 1815 til þess að útbýta biblíum; hann
kom á fjölda marga bóndabæi og skildi islenzku, svo
hann komst í nánara sanrband við islenzka alþýðu en
flestir aðrir útlendingar. Hendeison hrósar íslendingum
mjög fyrir trúrækni þeirra og guðhræðslu, og segir sann-
kristið hugarfar lýsa sér í öllum hátturn þeirra. Þó nú
Henderson ef til vill hafi sýnst trúarlífið alt of glæsilegt,
þá er það víst, að trú almennings stóð á miklu fastara
1) Lögþingisbókin 1771. Nr. 23.