Andvari - 01.01.1901, Page 29
11
grundvelli en á seinni hluta 19. aldar. Tilraunir þær,
sem í byrjun aldarinnar voru gjörðar til þess að innleiða
á Islandi skynsemistrú (rationalismus), sem þá var móð-
ins í öðrum löndum, höfðu að minsta kosti framan af
öldinni engin veruleg áhrif á íslenzka alþýðu, nema ef
til vill í sjóplássum og kaupstöðum. Sveitamenn héldu
fast við hinar fornu guðsorðabækur og grallarann, og var
mjög illa við nýju sálmabókina. Arni Helgason segir, að
árin næstu eftir aldamótin hafi á Suðurlandi (í Reykjavík
og nágrenni) »ekki verið falleg«. »Þá var það haldið á
sínum stöðum ósómi að tala íslenzku, þó íslenzkir menn
væru; það hét næstum því hið sama að vera islenzkur
og að vera villidýr; þá prédikuðu verzlunarmenn í sínum
búðum fyrir sjómönnum og húsmönnum, að öll kristin f ’
trú væri diktaður hégómi, að Kristur hefði aldrei komið i
^r.i'
á þessa jörð og þar fram eftir götunum*1. Flestallar
kirkjnr á Islandi voru þá úr torfi, þröngar og dimmar,
þó voru surnar þeirra allsnotrar að innan með máluðum
og útskornum stólum og milligerðum, með fornnm kaþólsk-
um myndum og altaristöflum o. s. frv., en sumar voru
æðilélegar, svo það snjóaði og rigndi inn i þrer. A ó- s :. t-: .'•
friðarárunum, þegar ekkert timbur fekst í kaupstöðum,
voru sumar kirkjur bekkjalausar, svo menn sátu á kisturn
og.meisum. Þá héldust enn rnargir siðir, sem siðar eru
aflagðir; ættingjar hins dánaféllu á kné við gröfina með-
an verið var að moka ofan i, prestar kystu allan söfnuð-
inn, þegar hann gekk úr kirkju o. s. frv. Þá var lika
fyrir aldamótin eftir konungsskipun við messugjörðir á
íslandi drottinn beðinn að blessa »bergverkin« (námurn-
ar) í Noregi2, af því konungar fengu úr þeim vasapen-
1) Árni Helgason: liæður við jarðarför ísloifs Einars-
sonar. Kmhöfn 1837 bls. 14.
2) Ólafur Ólafsson kammersekreteri segir í bók
sinm