Andvari - 01.01.1901, Page 30
12
Samgöngur við útlönd og innanlands voru um alda-
mótin ótrúlega bágbornar. Póstskip fóru þá einu sinni
á ári til útlanda, og stundum aldrei; menn urðu að íara
á milli landa á smáum seglskipum kaupmanna, og voru
oft heila mánuði að velkjast i haíi, auk þess voru menn á
ófriðarárunum aldrei óhultir fyrir enskum víkingum, og
oft bar það við, að menn voru herteknir og settir á land
á Skotlandi, og komust ekki þaðan nema með ærnum
kostnaði. Arið 1776 hófust póstferðir milli landsfjórð-
unga að nafninu til, póstar gengu tvisvar eða þrisvar á
ári og aldrei reglulega, svo sjaldan var hægt að reiða sig
á þá, og svo fóru þeir sinn veginn i hveit skiftið; ef
menn vildu koma bréfi, sem berast átti fljótt og skilvís-
lega, varð að gera út mann með það; annars gátu bréfin
tafist í marga mánuði, og iegið hér og hvar eða týnst;
póstar fluttu því sjaldan annað en embættisbréf, og nokk-
urum sinnum kom það fyrir, að þeir urðu úti, því lík-
lega hefir útbúningur þeirra ekki verið merkilegur. Þá
var ekki til einn einasti vegarspotti á öllu landinu annar
en götur þær, er hestar höfðu troðið; varla sjást þess
dæmi, að vegir hafi verið ruddir eða gert við þá; klárarn-
ir lágu öld eftir öld i sömu dýjunum, og ekki var til
brú yfir neitt vatnsfall nema Jökulsá á Dal hjá Fossvöll-
urn, og er getið urn þá brú í bókum eins og einstakt
Tilraun um litutiargjörð, Kmhöfn 1786, bls. 1—2: »Þá eg
var staddur úti á Islandi báðu klerkar allir cftir forlagi og
ákvörðun Dana konungs að búinni pródikun á þessa leið:
»Blessa þú bergverkin í Noregi« o. s. frv. Almenningur
ætlaði að þau umgetnu bergverk í bæninni mundu vera fjöll
eða hrauti nokkur, úr hvörjum að upp væri grafið ittdigóið,
og álitu það þatittig sem annaðhvort nokkurs konar stein-
eða málmtogund, og styrktist meinittg sú ærið við koparlit
þann, sem stundum er á indigói, er fjöldi fólks út á Islandi
kallar stein«: