Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 32
H
ur gott, en siglinga- og samgönguleysið stóð landinu
mjög fyrir þrifum. A ófriðarárunum var því nær engin
sigiing til landsins, og flestar útlendar nauðsynjavörur
vantaði, en bankaseðlar, sem voru aðalgjaldmiðill manna,
féllu svo í verði, að tæplega fekst einn skildingur fyrir
hvern ríkisdal; rnistu þá rnargir alt, sem þeir alla æfi
höfðu verið að nurla saman. Menn lærðu þá af neyð
að nota sem bezt íslenzkar afurðir sér til bjargar, fjalla-
grös, hvannarætur, þang og söl, en mosa og jafna til
litnnar. Verzlunin átti að heita frjáls við alla þegna
Danakonungs, en gamla lagið var þó enn á flestu. Verzl-
unarskuldir voru þá þegar orðnar afarmiklar, og rnildu
meiri virðing báru menn þá fyrir kaupmönnum en nú.
Þegar prestur spurði barn eitt í dómkirkjunni í Reykja-
vík, »hvert' væri þess yfirvald«, svaraði barnið: »kaupmenn-
irnir*.1 Þó frjáls verzlun væri fengin, voru tnenn engu
að síður óánægðir nteð hana, og rétt fyrir aldamótin
voru stjórninni sendar umkvartanir frá öllu landi, undir-
skrifaðar af sýslumönnum og próföstum. Voru kvartan-
ir þessar hinar sömu, senr oft hafa siðan heyrst: »i. Að
þeir höndlandi setji óbærilega lága prísa á landsins vöru,
hvað gildar sem þær eru, og aftur á móti óskaplega há-
an prís á sinar eigin, þó lakari væru. 2. Að mikill part-
ur innfluttrar vöru hafi verið skemdur eða ónýtur. 3.
Að stærsti brestur hafi verið á nauðsynjavörum, mjöli,
járni, timbri og lóðarstrengjum. 4. Að peningar hafi
verið ófáanlegir fyrir innbyggjarana hjá þeim höndlandi
fyrir landsins vörur, eður og seldir með mikilli framyfir-
gjöf, hvar á móti 5. Troðið hafi verið upp á innbyggj-
arana fyrir þeirra góðu vöru, brennuvíni, tóbaki og öðr-
um vörum, er til óhófs horít hafi. 6. Að þeir höndlandi
hafi gjört úrkast af þeirn íslenzka fiski, er ekki hafi svo
1) Árinann á alþingi II. bls. 58.