Andvari - 01.01.1901, Síða 33
þungur verið, sem þeir hafi viljað. 7. Að þeir hafi á-
sælst innbj'ggjarana í máli og vigt«. »1 þeim áminstu
samhljóða klögunum, innsendum frá þremur ömtum, út-
málast núverandi höndlun sem ófri, máttvana, eyðileggj-
andi og óbærileg*.1
Náttúrlega varð verzlunin enn þá verri á ófriðarár-
unum framan af öldinni, þegar sigling brást að mestu.
Skortur á nauðsynjavörum var þá ákaflega tilfinnanlegur,
og þá sjaldan skip kom, var alt svo afardýrt, að engir
gátu keypt nauðsynjar sínar nema efnamenn. Stundum
fekst engin matvara, og hvorki salt, járn, kol né trjávið-
ur. Menn smíðuðu hornskeifur undir hesta sína, spunnu
færi úr togi, bikuðu báta sína með lýsi, og jörðuðu fá-
tældinga kistulaust. Sökum salteklu skemdist spað og
slátur og drafúldnaði; sumir reyndu að nota sjó í salts-
stað, en það hepnaðist misjafnlega. Mörgum þótti verst,
að hvergi fekst tóbak. Kaffi var þá Htið farið að flytj-
ast. Ingjaldur gamli á Mýri í Bárðardal sagði mér (1S76)
frá því, að hann fór 1810 suður í Reykjavík og keypti
þar meðal annars '/2 pund af kafli og 1 /2 pund af sykri
fyrir prest i Bárðardal, og þótti það »raritet«. Þá kost-
aði brennivínspotturinn nyrðra 2 rd. og korntunnan 40
rd. Árið 1807 keypti Sveinn Pálsson læknir til ársins 2
pund af kaffi og eitt pund af kandís.
Reykjavík var á fyrsta fjórðungi 19. aldar mjög lít-
ill bær með 300—400 íbúum, því nær aldanskur að hátt
um; bæði þar og í öðrum kaupstöðum töluðu menn
mjög bjagað mál og dönskuskotið. I bókum hinna
ensku ferðamanna Hooker’s, Mackenzie’s og Henderson’s
eru ítarlegar lýsingar á Reykjavík og á bústöðum og lifn-
aðarhætti þeirra embættismanna, sem þá réðu mestu á
Islandi, en hér á ekki við að fara nákvæmlega út í þau
1) Lögþingisbókin 1798 bls. 15—17.