Andvari - 01.01.1901, Page 34
16
efni. A þeim tímum vorn að eins tvær götur i Reykja-
vík, Strandgatan og Áðalstræti; húsin voru 1S01 rúmlega
40 að tölu, og öll úr timbri, nema kirkjan og tugthúsið
úr steini; beggja megin við kvosina voru raðir af kot-
um. I þessu sniði var Reykjavík hinn fyrsta fjórðung
aldarinnar. Mackenzie kom til Reykjavíkur 1810 og
heimsótti þar alla heldri menn; honum þótti Geir biskup
mjög fátæklega búinn, enda hafa minni virðingu en stöðu
hans sæmdi innan um búðarlokur í Reykjavík. Mest undr-
aðist hann þó bústað prestsins Brynjólfs Sigujðssonar;
þar var baðstofa lítil og fornfáleg og var honum boðið
inn í svefnherbergi hjónanna, sem var mjög litið og þar
varla rúm íyrir meira en hjónarúmið, kommóðu og bolla-
skáp; þar fekk hann mjólk að drekka. Göngin inn i
baðstofuna voru löng, þröng og óþrifaleg, og í þeim ýms-
ar þvergirðingar af rusli, og maður að berja (isk. Danir
þeir, sem áttu heima í Reykjavík, gengu allir með langar
tóbakspípur og spýttu mikið; föt danska kvenfólksins
voru sniðin eftir mjög gamalli tízku; siðferðisástandið var
ekki hið bezta, enda hefir það fólk, sem út fór til Is-
lands frá Danmörku, víst fátt verið af betra tæginu. Þó
lýsing Mackenzie’s sé ef til vill nokkuð ýkt, þá er auð-
séð, að félagsiífið hefir ekki verið með »fínasta« sniði,
enda kemur öllum saman um það, sem rita um Reykja-
vík rétt eftir aldamótin. Ebenezer Henderson, sem var
einstaklega ráðvandur maður, orðvar og samvizkusamur,
bjó i Re)’kjavik veturinn 1814—15; hann lýsir bænum á
þessa leið: »Reykjavík er eflaust hinn versti staður á Is-
landi, er menn geta dvalið í að vetrarlagi. Félagsbragur-
inn er hinn auðvirðilegasti. sem hugsast getur. Þar er
samkomustaður ýmsra útlendinga; eru flestir þeirra alveg
ómentaðir og dvelja á Islandi að eins í gróðaskyni; þar
er ekki að eins hörmuleg auðn fyrir trúaða menn, held-
ur einnig algjörð vöntun á hverri uppsprettu andlegrar