Andvari - 01.01.1901, Síða 35
nautnar. Hinir útlendu ibúar sitja vanalega allan daginn
auðum höndum með tóbakspípuna í munninum. en á
kvöldin spila þeir og drekka púns. Þar eru haldnir i
eða 3 dansleikir á hverjum vetri og stundum leika helztu
íbúarnir sjónleik; i þessum tilgangi leggja þeir undir sig
yfirréttarhúsið og flytja hiklaust bekkina út úr dómkirkj-
unni til þess að hafa eitthvað að sitja á«.
Bæjabyggingum. híbýlaprýði og þrifnaði öllum
hefir stórkostlega farið fram á Islandi síðan um aldamót-
in. Til eru margar ófagrar sögur um híbýli Islendinga
frá þeim tímum bæði eftir útlenda og innlenda. Hvorki
útlendingar né Islendingar af heldra tægi gátu gist á bæ-
jum, ekki einu sinni á prestsetrum, en lágu vana-
lega i tjaldi við túnjaðarinn, því stofuhús voru mjög
óvíða og ofnar hvergi nema á örfáum höfðingjasetrum.
Verst var þó við sjávarsíðuna. Sveinn Pálsson læknir,
sem sjálfur hafði róið margar vertíðir við Faxaflóa, lýsir
í ferðabók sinni ítarlega hinum ógurlega óþrifnaði, sem
átti sér stað í sjóplássum syðra, og híbýlunum, sem varla
gátu kallast mannabústaðir; segir Sveinn meðal annars,
að þegar vermenn komi heim úr verinu, sé slík ólykt af
þeim, að allir heimamenn fussa og sveia; sjálfir eru ver-
mennirnir orðnir samdauna óþefnum, senr ekki næst af
þeim fyr en búið er að þvo þá sjálfa vandlega og hverja
spjör af þeim.1 Þá voru sveitabæirnir heldur ekki nein
fyrirmynd, baðstofurnar voru lágar og loftlausar, mjög
sjaldan undir súð, alstaðar voru skjágluggar, göngin voru
dimrn, löng og þröng, nærri alstaðar moldargólf og alt
í þessum stíl, jafnvel hjá efnuðustu bændum og mörgum
prestum. Stefán Jónsson á Steinsstöðum segir um bæi
við Eyjafjörð snemnia. á öldinni: «Nokkurir bæir voru
eins og að koma að hesthúsdyrum; á skárri bæjum var
1) Journal I. bls. 98—99.
3