Andvari - 01.01.1901, Page 37
dæmdur í undirrétti í 2 ára betrunarhúsvinnu, en lög-
þingisréttur breytti hegningunni i eins ríkisdals útlát til
fátækra.
A seinni hluta 18. aldar gerði stjórnin og ýmsir
einstakir menn mjög miklar tilraunir til framfara í bún-
aði, sem þó mjög lítinn árangur höfðu. Búskaparlagið
um aldamótin var enn hið gamla, sem lengi hafði hald-
ist; ásetningur var slæmur, svo fé hrundi niður, ef hret
kom; jarðrækt var engin, túngarðar mjög óvíða og nærri
alstaðar kargaþýíi, og þó hafði verið gefin út tilskipun
um girðingar og þúfnasléttun og heitið verðlaunum fyrir;
kúabú voru þá allvíða meiri en nú, en sauðfé miklu færra;
stóð var í sumum sýslum mjög margt, en kom aldrei
í hús og féll hrönnum saman, þegar hart var í ári. Á
Suðurlandi voru fjárhús mjög óviða, fénu var á vetrurn
gefið á gadd og sumstaðar ■ voru hlaðin byrgi og skjól-
garðar. Taði og klíningi var brent um alt land, en varla
nokkurum datt í hug að taka upp móhnaus. Garðrækt
var þá farin að útbreiðast nokkuð frá kaupstöðum um
landið, en þó voru garðar enn mjög íáir og smáir. Tó-
vinna og handiðnir kvenna voru þá á hærra stigi en nú
og margar afurðir landsins voru notaðar, sem menn nú
ekki skifta sér af. Rokkar og útlendir vefstólar voru til
á stöku bæ, en nærföt voru þó enn flest prjónuð og
sumstaðar rekkjuvoðir. Fiskiveiðar á opnum bátum voru
oft miklar við Suðurland og Vesturland, en því nær eng-
ar á Norður- og Austurlandi. Þilskip voru engin til.
Fiskimenn við Faxaflóa hafa að öllum líkindum ekki ver-
ið miklir snyrtimenn i þá daga; en þó mun lýsing Hng-
lendingsins Hookers vera æði-ýkt; hann var þó vanalega
réttorður og hafði skarpa athugunargreind. Hooker kom
til Islands 1809 á sama skipi sem Jörgensen hundadaga-
konungur; þeir sigldu inn Faxaflóa hinn 21. júní; þar
kom fiskibátur til þeirra, og segir Hooker, að sér hafi
2*