Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 38
-ypw
20
orðið starsýnt á skipverja og þótt garaan að þeim, þótt
þeir værii óþrifalegir og daunillir. Hooker lýsir hinum
, íslenzku sjómönnum svo, að þeir bafi verið breiðleitir
og blalmr á hörundslit; flestir voru smávaxnir, en þó
tveir eða þrír þriggja álna háir. Sumir höfðu frennir
langt skegg, en surnir voru skegglitlir, eins og þeir hefðu
verið rakaðir með bithusum hnif eða skærum; hárið náði
niður á herðar og bak og var ókembt, mikið og flókið
og fult af nyt; þeir voru á vaðmálsfötum með borntölum,
höfðu sauðskinns-eða selskinnsskó á fótum, belgvetlinga
á höndum og barðastóra hatta á höfði. Jörgensen talaði
við þá dönsku, og gekk æði-mikið á fyrir þeim, er þeir
töluðu; en þegar eitthvað var sagt við þá, er þeim líkaði,
eða þeim var gefið eitthvað, þá létu þeir i ljósi ánægju
sína með því að aka sér og klóra ákaflega. Það sem
þessurn aumingjum var gefið af mat, gleyptu þeir með
mestu græðgi, og af því tennur þeirra eru ágætar, voru
þeir undir eins biinir að bryðja harðasta skonrok.’ Siðan
lýsir Hooker nákvæmlega, Jtvernig Islendingar taki í nefið,
og þykir aðferðin mjög skrítin. Svona komu nú íslenzk-
ir sjómenn í þá daga útlendingum fyrir sjónir.
A ófriðarárunum átti almenningur á Islandi við svo
harðan kost að búa, að menn nú varla geta gert sér
það í hugarlund, og þó voru þá engin veruleg hallæri,
sent orð er gert á í bókum. Unr árin 1810—1815
segir Stefán Jónsson á Steinsstöðum: »Viðurværi fólks
á þeim tímurn var næsta ólíkt því, sem nú tíðkast, víða
hvar næring ekki nema tvisvar á dag, að morgni dags
og í rökkri eða fyrir dagsetrið; voru þær máltíðir gins
og föng voru til. flautir að morgni með grasagraut eða
hræring ofaní, einkum handa karlmönnum, er fé hirtu.
1) W. J. Hooker: Journal' of a tour in Icelund. Lon-
don 1813, I. bls. 10—15.