Andvari - 01.01.1901, Side 40
22
bruðning, blöðruþang og annað óæti, varð mörgum ilt
af þvi. Fæstir bændur höfðu efni á að halda vinnuhjú
árlangt, en bösluðust áfram með börnum sinum. Vinnu-
fólki þótti í mörgum sveitum gott, ef það gat komið sér
fyrir sem matvinnungar eða fengið lítils 'náttar af fötum
eða prjónlesi í kaup. Margir flökkuðu þá unt sveitir og
héldust leifar af þeim flökkulýð langt fram á 19. öld,
sumstaðar fram undir 1860 og 1870; en nu er hann
alstaðar horíinn. Niðursetningar voru í sumum sveitum
' látnir vera viku og hálfsmánaðartíma á hverjum bæ, þvi
anginn treystist til að hafa þá árlangt. Gamall maður
'X í Skaftafellssýslu sagði mér, að um aldamótin hefði þótt
góðæri meðan ekki var farið að sjá á sveitarómögum.
Litið var i þá daga um skemtanfr og samkomur, og aldr-
ei umræður eða umhúgsun um opinbrT mál, nema þá
• lítilfjörlegt sveitastapp eða þess konar. I einu orði: þá
voru dauflegir dagar, slæmur aðbúnaður og lélegt viður-
væri, og alt ástand þjóðfélagsins á lágu stigi.
íbúatalan á Islandi var um aldamótin (1. febr. 1801)
47207, en 1804 46349. Eftir skýrslum, þeim sem til
eru, er það auðséð, að efnahagurinn þá hefir verið miklu
verri en nú. Ario 1804 voru á Islandi 20,325 nautgrip-
ir, 218,818 kindur og 26,524 hross, en 1897 voru ís-
lendingar orðnir 74,682 að tölu, og þeir áttu 23,109
nautgripi, 754,115 sauðkindur og 42,470 hroas. Það
mun láta nærri, að 900/o landsmanna hafí 1804 lifað af
landbúnaði, en nú varla meira en 5 5°/o; um þetta efni
vanta reyndar skýrslur, en þessar tölur munu þó vera
nærri lagi. Eftir því áttu 100 íslenzkir sveitamenn 1804
49 nautgripi, 525 kindur og 63 hross, en árið 1897 áttu
jafnmargir sveitamenn 56 nautgripi, 1837 kindur og 103
Stefán Jónsson á Steinsstöðum og Jón Jónsson í Lögmanns-
hlíð (Norðlingur IV. bls. 226—228, 233—236; V. bls. 1—5).