Andvari - 01.01.1901, Page 41
2^
hross. Auk þess voru skepnurnar þá miklu verðminni
gagnvart útlendum vörum en nú. Þetta er þó ekki nóg
til þess ao sýna hinn afarmikla mismun á efnahag manna
þá og nú. Húsakynni manna, búshlutir, föt og annað
lausafé er nú margfalt verðmeira; Islendingar eiga nú,
auk bátanna, sem þá voru nokkuð fleiri, fjölda þilskipa,
sem þá voru ekki til. Arið 1804 voru 293 garðholur
til á öllu landinu, um 1860 voru þeir orðnir 7000 að
tölu, og síðan hefir flatarmál þeirra orðið helmingi meira.
Húseignir Islendinga í kaupstöðum voru um aldamót
mjög lítils virði; nú eigurn vér kaupstaðahús fyrir 6 milj-
ónir kr. eða meira. Nú á landið langa vagnvegi, margar
dýrar brýr og aðrar samgöngubætur, skólahús, kirkjur,
dýrmæt söfn og margt fleira fémætt; þjóðfélagið er skuld-
laust og á .yíir miljón í varasjóði. Urn aldamótin áttu
íslendingar enga peninga aðra en þá, sem stöku rnenn
höfðu nurlað saman og geymdu rentulaust i sjóvetling-
um og sokkháleistum; nú eiga Islendingar 2 miljónir
króna í sparisjóðum, og töluvert af útlendum skulda-
bréfum. Verzlunarskuldir hafa eflaust aukist, en þó eng-
an veginn i hlutfalli við efnahaginn. Eg imynda mér, að
það sé ekki of mikið i lagt, þó sagt sé, að Islendingar
eigi nú þrisvar sinnum meiri efni en um hin fyrri alda-
mót. Þó erum vér að öllu samtöldu enn fátækir í sam-
anburði við aðrar þjóðir, og kemur það mest af því, að
þær atvinnugreinir, er mest auðsafn fylgir til einstakra
manna, verzlun og iðnaður, eru skamt á veg komnar
hjá oss; en hvort íslenzk alþýða er í raun réttri fátækari
en alþýða í öðrum löndum, er mjög efasamt. Það er
mín skoðun, að almenningur á Islandi hafi alveg eins
góð efnakjör eins og alþýða alrnent á Norðurlöndum,
þegar efri flokkar mannfélagsins á báðum stöðum eru
teknir frá, en oss vantar aðallega þær stéttir, sem í öðr-
um löndum hafa peningaráðin, en þær eru alstaðar til-