Andvari - 01.01.1901, Page 42
24
tölulega fámennar. Þó mikil iðnaðarlönd, eins og Belgía,
Bandaríkin, England o. fl. eigi mikinn auð, þá er hann
í fárra manna höndum og múgurinn bláfátækur, hangir
rétt á horriminni og á alla velferð sína að sækja undir
ómentaða auðkýfinga, sem beita valdi sínu misjafnlega.
Nú kynni rnargur að segja: það er satt; efnahagur Is-
lendinga hefir batnað á 19. öld; en hvað stoðar það?
kröfurnar til lífsins hafa vaxið svo, að vér erum litlu
betur farnir. Þetta er að nokkuru leyti satt, en þar er-
um vér undirorpnir sama náttúrulögmáli eins og aðrar
þjóðir, lögmáii, sam að eins hagsýni og sjálfsafneitun
hvers einstaklings getur dregið úr. Með efnunum aukast
kröfurnar; það sést í öllum löndum, að auðmenn eru oft
í meiri peningakröggum en bjargálnamenn, af því kröfur
þær, sem tízkan og kringumstæðurnar leggja þeim á
herðar, eru svo þungar og margbrotnar. Það sem
enski kvekarinn sagði við son sinn, á alveg eins við
þjóðir sem einstaklinga: »Velgengnin er ekkikomin und-
ir tekjunum þínum, drengur minn, heldur undir því,
hverju þú eyðir«.
Það sem eg hér að framan hefi sagt um ástandið
um aldamótin fyrri, er engan veginn málað með of dökk-
um litum; hægt væri að tilfæra ótal önnur dæmi engu
betri, ef rúmið leyfði. Hinn almenni hagur íslendinga
var þá sannarlega daufur og dýrðarlítill, en vér höfum
hér að eins talað um hinn ytri hag, um yfirborðið, sem
fyrst ber fyrir augu mánna. En hins verður og að geta,
sem er engu þýðingarminna eða öllu heldur þýðingar-
meira, að hin andlega atgjörvi þjóðarinnar, sem er grund-
völlur allra framfara og alls gildis manná, var engan veg-
inn að þrotum komin eða útsloknuð, þó kringumstæðurn-
ar væru erfiðar. Guðdómsneistinn var falinn úndir sauð-
.
svörtu mussunni, neisti, sem getur orðið að miklit báli,
þegar minst varir. Það mun vera einsdæmi um nokkra