Andvari - 01.01.1901, Side 43
25
þjóð, að hún hafi undir jafnörðugum kjörum eins og ís-
lendingar geymt og elskað andlega atgjörvt, fróðleik og
fornar mentir, og haldið fast við þýðingarmiklar greinar
menningarinnar, gegnum alla fátækt og harmkvæli, í ein-
veru langt frá öðrum þjóðum. Sú alþýða, sem þetta
getur öld eftir öld, á sannarlega uppreisnar von. Það
var ekki alveg sloknað í kolunum um aldamótin fyrri,
þó hin ytri kjör væri bág; úr hinurn hrjóstruga jarðvegi
spruttu einmitt máttarviðir 19. aldar. A fyrsta fjórðungi
aldarinnar upp ólust þeir menn, sem komu framförum
þjóðarinnar á stað, og héldu uppi rétti og heiðri Islend-
inga gagnvart öðrum þjóðum. Rétt eftir aldamót fædd-
ust aðrir eins menn eins og Baldvin Einarsson, Jón Sig-
urðsson, jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmundsson, Pétur
Pétursson og margir fleiri. Það var auðséð, að Islending-
ar áttu framtíð fyrir höndum, þegar annar eins vorgróð-
ur gat sprottið undan skaflaröndunum.
Það sést af dæmum þeim, sem til færð hafa verið, að
Islendingar um aldamót iS. og 19. aldar hafa lifað í
miklum vesaldómi og niðurlægingu. Það er alt annað að
líta yfir landið um þessi aldamót; mikið hefir á unnist og
hoifurnar eru miklu betri en við nokkur aldamót áður.
Einstaklingarnir lifa nú flestir í bærilegum kjörum, eins
og »manneskjur«; það er þá þeim sjálfum að kenna, ef
öðru vísi er. Þjóðfélagið er föst heild, sem getur unnið
eftir mætti að eigin heillum. Margt er enn að gjöra og
marga bresti að bæta; en það tekst alt með tímanum.
Það er komið undir dugnaði og hagsýni Islendinga sjálfra,
hvernig þeim vegnnr framvegis, og ef vér ekki höldum
áfram á þvi framfarnskeiði, sem svo vel er byrjað, getum
vér engum kent um þnð nema sjálfum oss. Vér eigum
við örðugleika að stríða; en svo er í ölluni löndum, og