Andvari - 01.01.1901, Page 44
26
baráttan við náttúrnna og sjálfa oss er frömuður allra
framfara. Að berja bví við, að landið sé ekki gott til
lífsuppeldis, er barnaskapur, sem enginn ætti að láta til
sín heyra. Eg er sannfærður urn, að íbúar Islands verða
við næstu aldamót orðnir þrefalt fleiri en nú, og lifa
samt góðu lifi. Að Islendingar gefist upp á miðri leið,
þegar svo vel er byrjað, trúi eg ekki. Fyrir hvern þann,
sem nokkra þekkingu hefir um sögu landsins á seinni
öldum, er það nú sönn ánægja, að ferðast á Islandi; nátt-
úran er jafnan hin sama, fögur og tignarleg, en menn-
irnir hafa breyzt; þeir eru frjálsari í viðmóti og meiri
snyrtimenn en áður var, þeir búa á snotrum heimilum
og hafa áhuga á framförum, þjóðmálum og öllum nýj- 7
ungum, sem gerast í iieiminum. Þjóðlífið er alt i gróðii, \
sinublettirnir eru að fækka, kalviðirnir að falla, en ný-
græðingurinn dreifist urn holt og klungur. Hversu
ólíkt mundi það ekki hafa verið, að ríða um iandið á 17.
öld, þegar hjátrúarmuggan lá eins og farg á þjóðinni, svo
það nptruðu í þeim tennurnar af ótta, ef það hrikti í
skjáglugga, eða á 18. öld, þegar bændur voru gjörsamlega
niðurbældir af fátækt og vesaldómi. Að það skuli vera
til Islendingar, sem hafa séð landið eins og það er nú,
og þó finst alt í afturför og þjóðin að þrotum kom-
in, er mér óskiljanlegt; slíkir menn hljóta að vera fæddir
vælukjóar eða náttuglur.
Það mundi þurfa langt rit til þess að lýsa ítarlega
öllum framförum og breytingunr, sem orðnar eru á Is-
landi á 19. öld í öllurn greinum, smáum og stórurn.
Hins helzta hefir þegar verið getið á prenti í ýmsum rit-
gjörðum,1 enda er flest af því vel kunnugt almenningi.
1) Eimreiðin YI. ár, bls. 202—236. Almanak hins ís-
lenzka Þjóðvinafélags 1901 bls. 96—98. Sjálfur hefi eg rit-
að um sama efni í Salmonsens store illustrerede Konversa-