Andvari - 01.01.1901, Page 45
27
í þessari stuttu ritgjörð tekur því ekki, að rekja framfara
söguna ítarlega. Eg œtla að eins að hnýta við það sem
komið er nokkrum sundurlausum greinum, sem mest-
megnis eru bygðar á athugunum þeim, sem eg hefi gjört
á ferðum mínum á íslandi; þó ætla eg ekki að geta hins
einstaka. Siðan eg fyrir 25 árum byrjaði langferðir á Is-
landi hafa framfarirnar og breytingar orðið mestar; eg
hefi á þeim tíma safnað mörgum athugunum um þjóð-
líf og atvinnuvegi Islendinga, en álit réttast að láta það
biða enn um stund. Það sem hér kemur eru að eins al-
mennar hugleiðingar, og engar nýjungar.
Það sem fyrst verður fyrir ferðamanni eru vegirnir;
þeir hafa eins og kunnugt er mjög breyzt til batnaðar á
hinurn seinni árum. Fyrst á þvi timabili, sem hér ræðir
urn, seinasta fjóðrungi 19. aldar, lögðu ýmsir íslending-
ar, sem þóttust hafa vit á vegagjörð, með töluverðum
kostnaði allmarga vegarspotta hér og hvar á landinu;
þessir vegir voru flestir flóiiagðir og voru eftir nokkur
ár orðnir háskalegir fyrir menn og skepnur; þeir voru
vanalega lagðir þvert upp hæðir og hóla, og svo brattir,
að þeir þegar i fyrstu voru illfærir eða ófærir fyrir klyfja-
Iiesta, enda voru skepnurnar skynugri en vegameistararn-
ir; þær sneiddu alstaðar, þar sem þær gátu, hjá þessum
nýmóðins leggjabrjótum. Nú eru allir þessir vegir orðn-
ir að engu, og það fé tapað, sem í þá var lagt; þeir eru
orðnir að urðarhr)*ggjum, sem enginn kemst yfir, nema
fuglinn fljúgandi. Eftir að Hovdenak hinn norski kom
hingað til lands, batnaði vegagjörðin stórkostlega; þó h.ann
fengi litlu að ráða, þá hafði hann þó þau áhrif, að menn
sáu, að ekki var tfl neins að basla við hina fornu aðferð.
Síðan hafa lærðir vegfræðingar séð um vegalagningu og
tions-Lexicon IX. Bind og í Norsk geografisk Selskabs Aar-
bog 1897 VIII. bls. 22—36.