Andvari - 01.01.1901, Síða 46
28
fjöldi manna hefir lært vegavinnu; svo nú er til hersveit
af duglegum og verkiagnum mönnum, sem gjöra land-
inu mikið gagn. Þegar Hovdenak kom hingað til iands,
man eg það, að ýrasir embættismenn sögðu hann mundi
aldrei geta lagt hér vegi að gagni, því hér væru vega-
Iagningar svo ákaflega torveldar. Hovdenak kvað það í
sjálfu sér mjög létt, að leggja vegi á Islandi; en aðalann-
markinn væri, að ómögulegt væri að finna Islending, sera
kynni að halda á skóflu. Nú eru menn farnir að kunna
að halda á skóflunum, og er það strax mikil framför, þó
ekki væri aunað. Nýju vegirnir eru ágætir, það sem
y þeir ná, ef þeim er haldið við og borið ofan í þá; en
, með því vagnaumferð er víðast engin, grafast götur nið-
ur í þá af hestafótum. Vagnvegir geta seint koraist um
alt Island, enda mundi það að svo stöddu alls ekki svara
kostnaði; hestagöturnar þurfa því líka aðgerða, ruðnings
og umsjónar, því þær verða enn urr. marga mannsaldra marg-
falt lengri en lögðu vegirnir. Viðhald þessara vega sýn-
ist mér á seinni árum víða á landinu vera í afturför,
sjaldnar og ver rutt en áður; sumstaðar á fjölförnum
kaupstaðavegum er ekki hægt að fara nema fót fyrir fót.
Eg hefi oft heyrt því barið við, að það væri óþarfi að
rj'ðja hreppavegi, úr því landssjóður ekkert legði til þess,
en legði akvegi um aðrar sveitir. Þessi leiðinlegi hugs-
unarháttur, sem er alt of. algengur, þyrfli að lagast. Það
eru þó ekki að eins hreppavegir, sem eru óruddir og ill-
færir; sýsluvegir og aðalpóstvegir eru oft í sama ásig-
komulagi. Það sýnist nú vera aðálgallinn, að oss vantar
fasta reglu, stjórn og umsjón á vegamálum, líkt og er í
öðrum löndum; lítilfjörlegur kostnaður,- sem slík umsjón
liefði í för með sér, tnundi borga sig margfaldlega, bein-
línis og óbeinlínis. Ekki er það minna um vert, hve
margar ár hafa verið brúaðar seinasta fjórðung 19. aldar;
sá hagnaður, sem af því sprettur fyrir þjóðina, verður