Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 47
20
vnrla metinn til peninga. Hinar fögru brýr yfir Ölfusá,
Þjórsá og Blöndu eru öllum kunnar; en auk þess hafa
fjöldamargar aðrar ár verið brúaðar, sem voru til mikils
farartálma; hinar stærri brýr hefir iandssjóður lagt, eins
og eðlilegt var; en hitt er þó meira gleðiefni, að almenn-
ingur er sjálfur farinn að sjá þýðingu brúarmála og legg-
ur beinlínis fé í sölurnar til þess að brúa hin minni
vatnsföll í sveitunum; i þessu efni hafa sérstaklega Skag-
firðingar verið fyrirmynd annarra.
Þá eru framfarirnar í bæjagjörð og húsabyggingu
stórmiklar; til þess hafa Islendingar á seinni árum varið
miklu fé. Hjá mörgum mönnum er vöknuð tilfinning
fyrir því, hve mikla þýðingu snotrir og þrifalegir bústað-
ir hafa fyrir heilsu manna og hugarfar. Þó er enn þá
mikill munur á húsakjmnum manna, og kemur þessi mis-
munur alls ekki af því, hvort aðflutningar eru örðugir eða
eigi, heldur af því, á hverju stigi almenn menning er i
sveitunum. Það er t. d. miklu betri bygging á Sléttu og
Langanesi og ofarlega á Jökuldal heldur en í sumum
sveitum rétt við Reykjavík. I þeim sveitum, sem eru
bezt mentaðar, eru byggingar beztar og efnahagurinn
líka. Hvernig fólkinu líður í hverju héraði er alls ekki
ltoraið undir landslagi, jarðvegi eða loftslagi, en eingöngu
undir dugnaði og hagsýni þeirra, sem þar búa, og sér-
staklega undir þvi, hve margir og miklir dugnaðarvnenn
eru múganum til fyrirmyndar í hverri sveit. Þessu lög-
máli ívlgja öll héruð og öll lönd hvar í heirni sem er.
Af þvi það nú sem stendur er mjög örðugt að búa á
hinum stærri jörðum, sem eru vinnufólksfrekar, eru til-
tölulega færri ríkisbændur í sveitunum en áður hefir ver-
ið; margt stendur auðsafni einstakra bænda fyrir þrifum;
efnamenn i sveitum verða vanalega að bera mjög þung-
ar kvaðir, og kröfur annarra til þeirra eru oft langt um
efni fram. Allvíða er prestarnir forgöngumenn í búnaði
'ÝUlCl