Andvari - 01.01.1901, Síða 48
og sveitarstjórn. Yfirleitt eru menn, hvað byggingar og
þrifnað snertir, kornnir. lengra á Norður- og Austurlandi
en á Suður- og Vesturlandi; þó eru náttúrlega margar
heiðarlegar undantekningar, bæði einstakir bæir og heilar
sveitir. Bæjarsveit í Borgarfirði hefir, til þess að taka
eitt dæmi, tekið mjög miklum framförum á seinni tím-
um, og svo mætti fleiri telja. Þegar tekið er alt landið,
má nærri alstaðar sjá framfarir, þó þær gangi hægara á
einum stað en öðrum. Eftir jarðskjálftana 1896 voru
flestir bæir á Suðurlandsundirlendi bygðir upp aftur; við
það batnaði byggingin mjög víða, þó ekki nærri eins og
við hefði mátt búast.
Mikil framför er í því, að margar prýðisfagrar kirkj-
ur hafa verið reistar víðs vegar um land, en sumar nýjar
timbuikirkjur eru þó mjög lélegar, og væri óskandi að
þær fyki sem fyrst, eins og þær »plaga« að gera þegar
hvast er. Óviðkunnanlegt er að sjá sumar kirkjur tjóðr-
jðar með járnhlekkjum, eins og stórgripi. Það lýsir miklu
ræktarleysi, að sumir svo kallaðir kirkjueigendur selja og
gefa gripi úr kirkjunum, sem þeir eiga ekkert með, þó
þeir þykist eiga þá, og ætti að hefta slíkt með lögum, úr
því mennina vantar sómatilfinningu. Kirkjugarða þyrfti
mikið að laga á íslandi; í öðrum löndum eru þeir oftast
yndisfagrir blettir, sem alt er gjört til að prýða, en á Is-
landi eru flestir þeirra eins og flög eða kargaþýfi, og
bera þeir vott um stakt skeytingarleysi og vöntun á feg-
urðartilfinningu.
Innanbæjar-bragur og þrifnaður hefir viðast hvar
breyzt tnjög, og oftast til bóta. Grútarlamparnir eru al-
staðar horfnir, skjágluggar sjást ekki, og askar eru
orðnir forngripir, nema t einstöku afskektum sveitum.
Baðstofurnar eru orðnar bjartari, stærri, rúmbetri og þrifa-
legri; eg heft jafnvel séð baðstofur með gólfábreiðutn,
gluggatjöldum og ýmissi annari prýði; stofuhús og gesta-