Andvari - 01.01.1901, Side 49
?r
herbergi eru víða góð og hreinleg, og nú er hægt að fá
ágæta gistingarstaði á flestöllum þjóðvegum. Af því eg
hefi farið svo víða, þar sem almennir ferðamenn eigi
koma, hefi eg náttúrlega gist á mörgum lélegum kotbæj-
um og séð margt skrítið; en það raskar ekki aðalreglunni,
að góðir og hreinlegir bæir eru nú til i flestöllum sveit-
um á landinu, og í eiustöku sveitum má gista nærri á
hverjum bæ. Þetta er mikill munur frá því sem áður
var. Oft heyrast á Islandi útásetningar nm kvennaskól-
ana, og menn segja um þá, að stúlkurnar læri þar að
eins tildur og prjál. Um það get eg náttúrlega ekki
dæmt, hve mikill fótur er fyrir þessu, en vist er það, að
kvennaskóiarnir hafa gjört mikið til þess að auka þrifn-
að á bæjum. I sumum sveitum eru þeir bæir auðþektir
úr, þar sem einhver kvennaskóla-stúlka er til heimilis; í-
mynda eg mér því, að margt annað gott fylgi með.
Gestrisni Islendinga hefir lengi verið
að öllu samtöldu má víst segja, að
hinum allragestrisnustu þjóðum. Þessi fagra
kemur jafnt íram hjá fátækum sem ríkum, við hvern sem
i hlut á; en ef »túrista«-straumurinn eykst, eru öll líkindi
til að hún minki i sinni fornu mynd. Gestrisnin er líka
oft misskilin og vanbrúkuð. Það er ekki nema sjálfsagt,
að menn borgi hæfilega fyrir gistingar, en meginþorri
manna borgar ekkert, svo sumir bæir á þjóðbraut eru
nokkurskonar ókeypis-gistiskálar,- og furða, að nokkurt bú
skuli standast slíkt. Það elur líka upp ómensku i ýmsu
fólki, að það getur legið upp á bændum, þegar því sýn-
ist, en selt þeim þó rándýrt hvert handarvik, sem þeir
fást til að vinna. Það heyrist líka oft, að menn álíta
málsverð eða mannsfæði lítils eða einskis virði, og stend-
ur það í nánu sambandi við hina almennu vanþekkingu á
öllu peningagildi.
Eitt er það til sveita, sem þyrfti lagfæringar; það er
viðbrugðið
Islendingar
séu ein af